Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1976, Side 19

Skinfaxi - 01.08.1976, Side 19
Framtíð olympíuleikanna Tæplega mun nokkur vinna til verð- launa á olympíuleikum í framtíðinni nema með beinum aðgerðum efna- fræðinnar og læknisfræðinnar. Að loknum síðustu olympíuleikum er mik- ið um það ritað í erlend tímarit og blöð að þessi þróun sé óstöðvandi. Flestir eru þeirrar skoðunar að dagleg þjálfun árum saman nægi ekki lengur til að eiga von um verðlaun. Allt verð- ur komið undir kraftaukandi pillum og sprautum sem hindra þreytu, og fullyrt er að flest allt afreksfólk á ol- ympiuleikunum í Montréal hafi haft slíka meðhöndlun. Margir segja að keppnin sé einna hörðust milli mann- anna í hvítu sloppunum, lækna og sprautsérfræðinga, sem leitast stöðugt við að finna og blanda efni sem séu kraftaukandi og þreytuminnkandi og finnist samt ekki við eftirlit óleyfi- legra lyfja á stórmótum. Þessi keppni hinna hvítklæddu í skugganum kostar mikið fé enda eru það fyrst og fremst íþróttastórveldin sem komu henni á og halda henni upp. Læknir svissneska olympíuliðsnis í Montréal, dr. Bernhard Segesser, fékk af tilvilj un að sj á skrá um lyfj anotkun olympíumeistarans í kringlukasti, Mc- Wilkins frá Bandaríkjunum, og hann sagði að vikuskammtur hans af kraft- aukandi lyfjum kostaði ekki minna en 115 þúsund krónur. Vesturþýski hjartalæknirinn, dr. Wilder Hollman, segir að þessi þróun hafi byrjað árið 1952 þegar sovétmenn tóku þátt í ol- ympiuleikum í fyrsta sinn. Siðan hafi læknar og lyfjafræðingar haldið kapp- hlaupinu áfram í sívaxandi mæli. MEIRA EN FÍLL GÆTI ÞOLAÐ Kúluvarparar og lyftingamenn tóku McWilkins frá Bandaríkjunum sigraði í kringlukasti með 67,50 m. Sagt er að hann gleypi meira af hormónalyfjum en fíll gæti torgað. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.