Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1976, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.1976, Blaðsíða 20
að gleypa vöðvaaukandi lyf (anabol- ika), en slík lyf voru upphaflega fram- leidd til að hindra vöðvarýrnun hjá sjúklingum. Olympíusigurvegarinn í kringlukasti innbyrðir meira af þessu efni „en við þyrðum að gefa fíl með góðri samvisku", sagði dr. Segasser um lyfjanotkun McWilkins. Anabolika inniheldur karlhormónið „testesteren". Það veldur skemmdum á nýrum og lifur, minnkar kyngetuna og veldur skeggvexti hjá konum. Ekki hefur tekist að sanna fullyrðingar um að þetta efni valdi krabbameini. Nú keppast vísindamenn við að reyna að gera þetta lyf svo úr garði að það hafi engar aukaverkanir. TILBÚNIR KRAFTAKARLAR „Kúluvarp yfir 18 metra er varla lengur um að ræða án notkunar ana- bolika, og alls ekki köst yfir 21 metra“, sagði læknirinn Mader, einn af að- stoðarmönnum áðurnefnds dr. Hol- mans. Til þess að komast í aðalkeppni olympíuleikanna þurftu menn að varpa kúlunni 19,40 m, og aðeins 11 keppendum tókst það. Hvers vegna ekki fleirum. Hvers vegna voru flestir langt frá sínum besta árangri?, spyr margur. Sennilega er enginn í vafa um svarið: Á olympíuleikunum í Montréal var í fyrsta sinn kannað vísindalega hvort keppendur hefðu neytt anabol- ika-lyfja sem voru bönnuð. Þetta var samt mest áberandi hjá lyftingamönnunum. Margir þeirra voru mjög langt frá sínu besta, en samt munu nokkrir hafa hætt of seint við þessa lyfjanotkun, því að verð- launin voru dæmd af þremur verð- Austurþýski beljakinn Gerhard Bonk þótti grunsamlega langt frá sínum besta árangri í Iyftingum. launahöfum eftir á. Þýski methafinn í yfirþungavigt, Bonk frá A-Þýska- landi var 27,5 kg undir metinu, og heimsmethafinn í milliþungavigt (flokki Guðmundar Sigurðssonar) var 17,5 kg frá meti sínu og svo mætti lengi telja. Austur-Þjóðverjinn Petz- ald sem varð 6. í milliþungavigt með 345 kg lyfti 20 kg meira mánuði síðar á Eystrasaltsmótinu, en þar var ekki rannsökuð notkun hormónalyfja. í rannsókninni sem gerð var á OL, kem- ur aðeins fram ef keppendur hefðu neytt anabolika 2—3 síðustu vikurnar fyrir keppni. DIMMRÖDDUÐU STÚLKURNAR „SÝKNAÐAR" Hollman sagði að engin ástæða væri til að ætla að orðrómurinn um að austurþýsku sundkonurnar neyttu hormónalyfja, væri á rökum reistur. Árangur þeirra á OL var líka slíkur að útilokað þykir að þær hafi hætt lyfja- notkun og samt sett hvert heimsmetið 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.