Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1976, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1976, Blaðsíða 21
á fætur öðru. Hina djúpu rödd þeirra skýrir Hollman svo: Þessar stúlkur eru valdar til æfinga þegar á barns- aldri. Sérfræðingar leita að kröftugum stúlkum með mikið lungnaþol og góða vöðvabyggingu. Síðan eru þær þjálf- aðar árum saman. Við það stækkar m. a. brjóstkassinn sem myndar ein- mitt hljómkassa djúprar raddar. Eigi að síður nota austurþjóðverjar lækna og lyfjafræðinga allra þjóða mest við íþróttaþjálfun, m. a. til að útbúa vítamínblöndur og þrúgusykursblönd- ur sem auka æfingagetuna og þar með afköstin. Margir gruna austurþýsku lyftingamennina um að neyta ana- bolika. HÁFJALLAÆFINGAR í sambandi við olympíuleikana í Mexikó 1968 (2240 m hæð) komust læknar að raun um þýðingu æfinga í mikilli hæð. í súrefnissnauðu hæða- loftinu aukast rauðu blóðkornin sem færa vöðvunum þar með aukið súrefni og kraft. Síðan æfa margir á háslétt- um og ná betri árangri í keppni á lág- lendinu. Þá hafa þýskir og sovéskir læknar gert tilraunir með að láta íþróttamenn æfa í lofti þar sem súr- efni hefur verið minnkað, innanhúss, og síðan að æfa í hreinu lofti, og hef- ur afkastagetan aukist við þetta, en slíkar æfingar eru auðvitað ósaknæm- ar í lyfjaprófun. Þá hafa læknar aust- an hafs og vestan gert tilraunir með áhrif rafstraums á vöðva, og þykjast sumir hafa getað aukið krafinn við það. BLÓÐSKIPTI. Fátt verður útundan þegar lækna- Lasse Viren þykir sporléttur á olympíuleikum. Eru hinir ævintýralegu sigrar hans að þakka nýjustu tæknibrellum íþróttalæknanna: blóð- skiptum? vísindin eru tekin í þjónustu íþrótta- þjálfunar. Fyrir fjórum árum byrjaði sænski læknirinn Björn Ekblom til- raunir með blóðflutning. Hann tók 0,8—1,2 lítra af blóði úr íþróttamönn- unum. Blóð þetta var síðan djúpkælt og að fjórum vikum liðnum var þvi aftur sprautað i viðkomandi íþrótta- mann. Á tveimur vikum höfðu íþrótta- mennirnir hins vegar fengið eðlilegt blóðmagn á ný. Svo þegar viðbótar- blóðinu úr eigin æðum var aftur sprautað í þá, jókst afkastagetan urn SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.