Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1976, Page 3

Skinfaxi - 01.08.1976, Page 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVII. árgangur — 4. hefti 1976. Ritstjóri og ábyrgóarm.: Eysteinn Þorvaldsson. — Út koma 6 hefti á ári. Æskulýðssamband * Islands Ungmennafélag íslands hefur tekið virkari þátt í starfsemi ÆSÍ undanfarin S ár en nokkru sinni fyrr. Hefur UMFÍ jafnan átt mann í stjórn samtakanna á þessum tíma og í helztu nefndum sem ÆSl hefur skipað. Mikilvægasta fastanefndin í ÆSÍ er ut- anríkisnefnd og eiga aðildarsamböndin að jafnaði ekki mann bæði í stjórn og utan- ríkisnefnd, þannig að nú á síðasta ári hefur UMFÍ átt fulltrúa í utanríkisnefndinni en ekki í stjórn. Þá á UMFÍ þrjá menn í fulltrúaráði ÆSÍ eins og önnur aðildar- sambönd þess. Þessi starfsvettvangur er sá eini sem UMFÍ fulltrúarnir eiga kost á, til þess að vinna með og kynnast félögum fjölmargra annarra æskulýðssamtaka í landinu, enda hafa þarna oft skapast ánægjuleg kynni sem leitt hafa til samvinnu við ýmis tæki- færi. Starfsvettvangur ÆSÍ er að langmestu leyti erlend samskipti, og þátttaka í ráð- stefnum sem haldnar eru til skoðana- skipta, fræðslu og kynningar. Starfsemi þess miðast að mestu leyti við Evrópu og ÆSÍ sá aðili hér á landi sem er fyrir hönd íslenskrar æsku í CENYC, Evrópusam- bandi æskunnar. Einnig hefur ÆSÍ með höndum fyrir ut- an hið fjölþjóðlega samstarf, svokallaða tvíhliða samvinnu um framkvæmd ýmissa verkefna t. d. Island-Danmörk, ísland- Noregur o. s. frv. í starfi ÆSÍ að erlendum samskiptum hittum við ungmennafélagar einnig ung- mennafélaga frá hinum Norðurlöndunum, þarsem öll aðildarsambönd NSU (samand ungmennafélaga á norðurlöndum) eru þátttakendur í þesu starfi. Formaður ÆSÍ nú er Jónas Sigurðsson. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.