Skinfaxi - 01.02.1977, Page 4
Forsíðan
Eins og sjá má hefur Skinfaxi fengið
nýtt andlit. Útfærsla forsiðunnar er
unnin af hinum kunna teiknara
Ragnari Lár eftir hugmynd Gunnars
Kristj ánssonar. Ragnar sá einnig um
uppsetningu forsíðunnar þegar breytt
var síðast um útlit á skinfaxa 1969.
Fréttamannakerfi
Skinfaxi hyggst koma sér upp kerfi
fréttamanna sem byggjast skal á for-
mönnum og framkvæmdastjórum að-
ildarsambanda og félaga innan UMFÍ.
Bréf hefur verið sent öllum formönn-
um þessara félaga og þeir beðnir um
fréttir.
Vísnaþáttur
Að yrkja er íþrótt, stendur einhvers
staðar. Það væri því ekki úr vegi að
helga þessa fornu íþrótt eina af síð-
um Skinfaxa. Heiti ég því á þá hag-
yrðinga sem þetta lesa eða fregna, að
senda Skinfaxa eithvað af afrakstri
íþróttar sinnar.
Hækkun
áskriftargjalds
Skinfaxi vekur athygli lesenda á því
að áskriftargj ald hefur verið hækkað
í kr. 1000,00. Þá hefur komið til tals að
breyta innheimtufyrirkomulagi þann-
ig að sendir verði út giróseðlar með
2. eða 3. tölublaði hvers árgangs.
Myndin að ofan er birt í tilefni skákeinvigis
þeirra Horts og Spaskíss sem fram fer i
Reykjavík þessa dagana. f því sambandi má
minna á að skákþing UMFÍ 1977 fer senn
að hefjast.
4
SKINFAXI