Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1977, Side 11

Skinfaxi - 01.02.1977, Side 11
Frá fréttamönnum Skinfaxa Jón Guðjónsson. PRÉTTIR FRÁ H.V.Í. Jón Guðjónsson, form. HVÍ hringdi og sagði frá skíðalyftu sem sett hefði verið upp á Þingeyri. Kvað hann þaö vera einstaklingsframtak aðflutts Ak- ureyrings. Útbúnaður lyftunar mun vera svipaður og verið hefur í Jóseps- öal til skamms tíma, þ. e. dráttarvél- arafl er notað til að knýja lyftuna. Þá kvað Jón nokkurt lífsmark tekið að færast í íþróttafélagið Stefni á Súgandafirði en starfsemi þess hafði legið niðri um nokkurt skeið. Einnig greindi hann frá því að árs- þing HVÍ yrði haldið á Flateyri 8. apríl n. k. Sagði Jón það vona sína að stjórnarmenn UMFÍ og ÍSÍ sæju sér fært að heimsækja þingið. Að lokum sagði Jón að þeir hjá HVÍ væru búnir að leysa þjálfaramál sín fyrir komandi sumar. Hilmar Pálsson, sem er Vestfirðingur og dvelur nú við nám i íþróttakennaraskóla íslands, hefði boðið fram starfskrafta sína og hefðu þeir að sjálfsögðu verið þegnir. Á hraðbergi Eftir að Jón hafði verið fyrstur að bregðast við fréttamannakerfinu, varð þessi fyrripartur til: Fréttirnar var fyrstur með, fluttar gegnum síma. og Sigurður Geirdal botnaði: Henti á lofti „Heyrt og séð“ og hringdi á réttum tíma. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.