Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 19
afskipti af félagsmálum innan HSK og m.a. starfað þar við sumarbúðir á veg- um þess en auk þess setið í stjórn og varastjórn HSK. Á sl. ári var hann frkvstj. og þjálf- ari hjá Ungmennasambandi Norður- Þingeyinga. Aðsetur hins nýja framkvstjóra er í Barnaskóla Ólafsvíkur. Sími þar er 93-6327. GuSmundur Hauk- ur Sig'urðsson frkv.- stj. USAH. Ungmennasamband Austur-Húna- vatnssýslu hefur ráðið Guðmund Hauk Sigurðsson sem framkvstjóra sinn. Guðmundur er fæddur á Hauksstöð- um í Jökuldal N-Múlasýslu, en hefur búið á Skagaströnd frá 12 ára aldri. Hann er stúdent að mennt og hefur starfað sem kennari á Skagaströnd frá því hann lauk stúdentsprófi. í sambandi við kennslustörf hafa afskipti hans af félags- og íþrótta- málum komið til. Guðmundur hefur verið form. Umf. Pram á Skagaströnd frá 1976. Aðsetur hans er í Barnaskólan- um Skagaströnd og sími hans þar 95-4642. HVÍ með iþróttabúðir Dagana 20.—30. júní starf- rækti Héraðssamband Vestur-ísfirð- inga íþróttabúðir fyrir börn 9—13 ára. Alls sóttu 34 börn búðirnar og voru þau frá ýmsum stöðum á Vestfjarðar- kjálkanum, en flest frá Suðureyri, ísafirði og Bíldudal. Tvö voru komin alla leið frá Reykjavík. Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við börnin og stjórnendur búð- anna, því rigning var mest allan tím- ann. Þrátt fyrir óhagstætt veður undu börnin sér hið besta við það sem á dagskrá búðanna var. Þá voru æfð hlaup, stökk, köst, fim- leikar, knattleikir og sund, farið var í gönguferðir, haldnar kvöldvökur og sýndar kvikmyndir. Starfrækt var bókasafn, í setustofu voru spil og töfl mikið notuð og þá var borðtennis einnig mikið iðkað. Á síðasta degi búðanna fengu börnin afhent verð- laun og viðurkenningar jafnt fyrir góðan árangur i íþróttum sem og góða umgengni og annað sem lofsvert var. Kennarar á íþróttabúðunum voru þau Georg V. Janusson og Jensína V aldimarsdóttir. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.