Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 20
Sigurjón Bjarnason form. UÍA. Ræða Sigurjóns Bjarnasonar form. UÍA flutt 17. júní 1977 á 60 ára afmæli Ungmennafélags Borgarfjarðar. Ágætu Borgfirðingar og gestir! Mig langar til að gera hér að um- talsefni hina íslensku ungmenna- hreyfingu, starf hennar og hugsjónir. Á þessu ári eru 70 ár liðin síðan að stofnað var Ungmennafélag íslands. Ekki veit ég hversu rækilega er getið þessarar fjöldahreyfingar í íslands- sögu þeirri, sem nú er kennd í barna- skólum. Ef til vill eru nafngreindir nokkrir forystumenn hennar, varla mörg orð um sjálft starf félaganna. Takmark ungmennafélaganna er ræktun lands og lýðs. Þetta leiðarljós lýsti skært þeim sem störfuðu í ung- mennafélögunum á fyrri helming ald- arinnar. Og vissulega tóku hugsjónir að rætast. Til að vinna að lýðrækt- inni, voru stofnaðir skólar, já, sett á stofn heilt skólakerfi, sem starfar samkvæmt sérstökum lögum. Þegar svo var komið, tók fólkið sem óðast að gleyma því hvert upphafið hafði verið. Ræktun lands og lýðs er hugtak sem æ færri íslendingar þekkja og mörgum mætum mannin- um er ungmennahreyfingin gleymd og grafin, nema þá á hátíðis- og tylli- dögum. Ef einhver heldur því fram að tak- markinu „Ræktun lýðs“ hafi verið náð með fullkomnu skólakerfi, þá fullyrði ég að sá hefur á röngu að standa. Vegferð ungmennafélaganna má líkja við fjallgöngu. Við þykjumst kannski hafa náð fj allsbrúninni og yljum okkur við stoltið af afrekinu. Við látum okkur kannski líða i brjóst, en vöknum síðan við þann vonda draum, að við erum ekki staddir uppi á neinu fjalli heldur aðeins á hjalla, og í þokunni fyrir ofan okkur glittir í næsta klettarið. Og einmitt þarna á hjallanum er- um við nú stödd, ýmist steinsofandi eða hjalandi um það, sem gerðist á leiðinni upp. Til hvers hafa íslendingar sett á stofn ungmennahreyfingu? Ég þykist heyra mörg svör við þess- ari spurningu. Til þess að starfa að æskulýðsmál- um. Til þess að ungt fólk geti stundað íþróttir í hollum félagsskap. Til þess að heyja sjálfstæðisbarátt- una. Til þess að halda uppi hvers konar menningarstarfsemi í byggðum lands- ins. Að vísu eru svör þessi öll góð og gild 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.