Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 6
NÝ KEPPNISGREIN? Ljósm. Sig. G. Boðsund með bundið fyrir augun er tæplega víða iðkað. Slíkt sund fór fram á sumrinu og var einn Iiður i hátíðaliöldum 17. júní á Kirkjubæjarklaustri sem Umf. Ármann sá um ásamt ýmsum iþróttagreinum. Meðfylgjandi myndir eru frá upphafi keppninnar, og endalok- um. I>að varð mörgum keppandanum þrautin þyngri, að komast styttstu leið milli enda laugarinnar, mátti oft litlu skeika með stefnuna er snúið var við hinn bakkann. Ársjiing ungmennasambands Dalamanna og Noröur-Breiöfiröinga Ársþing Ungmennasambands Dala- manna og Norður-Breiöfirðinga var haldið að Tjarnarlundi í Saurbæjar- hreppi sunnudaginn 19. júni sl. Þetta er fyrsta þing UND um langt árabil, sem fulltrúar UMFÍ sækja heim, en þeir Sigurður Geirdal og Hafsteinn Þorvaldsson fóru vestur daginn fyrir þingið og aðstoðuðu við undirbúning þess. Starf UND hefur verið í lægð nokk- ur undanfarin ár, en nú ríkir þarna mikill framfarahugur undir forystu ungs formanns Úlfars Reynissonar á Kj arlaksvöllum. Þetta var að mörgu leyti tímamóta- þing hjá UND og voru aðalmál þess skipulagsmál svo og íþróttaleg sam- skipti bæði innávið og útávið. Á þing- inu var í fyrsta sinn lögð fram fjöl- rituð ársskýrsla, hin myndarlegasta að uppsetningu og frágangi. Hún bar með sér að starf UND er í örum vexti og viðfangsefin að aukast að fjöl- breytni og umfangi, enda er félagatala UND ört vaxandi. Innan UND eru starfandi eftirtalin félög: félagar Ungmennafél. Æskan Miðdölum 60 Ungmennafél. Ólafur Pá Laxárdal 62 Ungmennafél. Dögun Fellsströnd 27 Ungmennafél. Stjarnan Saurbæ 56 Ungmennafél. Unglingur Geirdal 22 Umf. Afturelding Reykhólasveit 30 Sundfélag Hörðudals ? Umf. Auður Djúpúðga Hvammssv. ? Umf. Von Klofningshreppi ? Umf. Vaka Skarðshreppi ? Sigurður Geirdal. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.