Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 24
Á ferð og flugi
Rússland:
6 unglingar, 5 drengir og 1 stúlka
lögðu af stað áleiðis til Moskvu 17. júlí
sl. Hópur þessi sem er á vegum ÆSÍ
tekur þátt í heimsmóti æskunnar sem
fram fer í Moskvu 18.—22. júlí þar
sem saman koma 3.500 börn víðsvegar
að úr heiminum. Að heimsmótinu
loknu fer hópurinn til Svartahafs þar
sem dvalið verður i æskulýðsbúðum í
þrjár vikur. Fararstjóri og leiðtogi
unglinganna í förinni er Pétur Ey-
steinsson sem verið hefur framkvstj.
IJSAH sl. tvö sumur.
Vingstad centret:
40 manna hópur sundfólks frá HSK
dvelur í ágústmánuði ásamt þjálfur-
um sínum Ester Hjartardóttur og
Þórði Gunnarssyni í æfingabúðum í
Vingstad sentret í Danmörku.
J
íþróttamaðurinn
Aðalbjörg
Hafsteinsdóttir.
Nafn: Aðalbjörg Hafsteinsdóttir
Fæðingardagur: 11.1. ’59
Hæð, þyngd: 1,68 m — 53 kg
Félag: Umf. Selfoss
Danmörk:
20 ungmenni frá hinum ýmsu héraðs-
samböndum héldu til Danmerkur
þann 30. júlí sl. til þess að taka þátt
í Norrænu ungmennavikunni 30. júlí
til 6. ágúst sem eins og áður hefur
verið greint frá fer fram í Suður-
Slésvík sem liggur á landamærum
Danmerkur og Þýskalands. Leiðtogi
hópsins er Aðalsteinn Pálsson, UMSK.
Þjálfari: Ole Schpler
Staða: Nemandi við MH
Helstu árangrar — sigrar og titlar
1974
Varð nr. 2 á Meistaramóti íslands
i 400 m hlaupi.
Sigraði á Héraðsmóti HSK i 400 m
hlaupi.
24
SKINFAXI