Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 7
Breytt innheimtuaðferð Eins og getið var um í Skinfaxa, 1. tbl. 1977, verður nú breytt um inn- heimtuaðferð, en eins og lesendum er kunnugt hefur innheimta farið fram í gegnum umboðsmenn í hverju ung- mennafélagi frá upphafi. Ósann- gjarnt væri að segja að sú aðferð hafi alls staðar misheppnast þvert á móti hafa margir þessara umboðsmanna staðið sig með sóma og lagt fram óeigingjarnt starf í þágu góðs mál- efnis. En þegar á heildina er litið sést að slíkt fyrirkomulag er ekki sem væn- legast og þá ekki síst þegar fjármagns- skortur stendur blaðinu fyrir þrifum. Eins og meðfylgjandi töflur bera með sér er mikið fjármagn útistandandi í óinnheimtum áskriftargjöldum. Áskriftargjöld verða framvegis inn- heimt með útsendum gíróseðlum, og verður áskriftargjald fyrir 1977 inn- heimt á þann hátt. Ákveðið hefur ver- ið að það verði 1000 kr. Þeir sem skulda áskriftargjöld frá fyrri árum eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til umboðsmanna Skinfaxa á hverjum stað eða þá að senda þau beint til skrifstofu UMFÍ í gíró póstávísun. Gefinn verður frestur, til að ljúka eldri skuldum, til áramóta ’77—’78 en úr því verður að taka alla þá sem skulda áskriftargjöld fyrir 1976, og þaðan af eldri út af skrá. Ljóst er að víða hefur verið mis- brestur á að umboðsmenn hafi gert tilraun til innheimtu áskriftargjalda, og margir áskrifendur hafa ef til vill ekki verið vissir um hvert ætti að snúa sér með greiðslu áskriftargjalda, en nú ætti allri óvissu að vera eytt og er það einlæg von okkar allra sem að þessum málum vinna, að ekki komi til þess að strika þurfi marga út af áskrifenda- lista. Hér á eftir eru birtar töflur yfir áskrifendafjölda Skinfaxa og greiðslu- skil innan hvers héraðssambands og þeirra ungmennafélaga sem hafa beina aðild, svo og þann fjölda sem eru utan við þessi samtök. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.