Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 5
FRÁ ÞINGUM HÉRAÐSSAMBANDA Sambandsþing USVS Ungmennasamband Vestur-Skaft- fellinga hélt sambandsþing sitt sunnudaginn 19. júní sl. Þingið var mjög vel sótt af aðildar- félögum sambandsins, og skipað ungu og áhugasömu fólki. Gestir þingsins voru Ólafur Odds- son frá framkvstjórn UMFÍ, Sveinn Björnsson varaforseti ÍSÍ og Gunnar Kristjánsson ritstjóri Skinfaxa. Merkasta mál þingsins var stórfelld breyting á lögum sambandsins, sem orðin voru gömul og úr sér gengin. Ungmennasamband Vestur-Skaft- fellinga hefur nú allra síðustu árin tekið að rétta úr kútnum og starfsemi þess aukist á sviði íþrótta og félags- mála. Á félagssvæðinu er þó nokkur fjöldi af ungu hæfileikafólki sem læt- ur ekki erfiðar aðstæður aftra sér frá því að stunda íþróttir, og hafa nokkur ungmenni þegar náð umtalsverðum árangri. íþróttaleg samskipti héraðssam- bandsins út á við verða þau helst að lið frá USVS tekur þátt í 3. deildar keppni í knattspyrnu, hópur frjáls- íþróttafólks mun taka þátt í Bikar- Skúli Oddsson form. TJSVS. keppni FRÍ 3. deild, fjórðungsmóti sunnlendingafjórðungs og árlegri keppni við USÚ. Héraðssambandið hefur ráðið til sín framkvæmdastjóra sem einnig mun sjá um þjálfun á sambandssvæð- inu. Heitir hann Jón Júlíusson. Stjórn USVS skipa Skúli Oddsson form., Guðmundur Elíasson ritari og Guðni Einarsson gjaldk. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.