Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 18
Nýráðnir framkvæmdar-
stjórar
Á síðustu árum hefur það stöðugt
færst í vört að einstök héraðssam-
bönd ráði til sín launaða starfsmenn,
þar sem áhugamennskan ein dugir
ekki lengur til að standa undir stór-
auknum umsvifum.
Þrjú héraðssambönd hafa á þessu
vori ráðið til sín starfsmann, en þau
hafa öll haft slíkan starfskraft áður.
Skinfaxi kynnir hér hina nýju
starfsmenn sem venjan hefur verið að
kalla framkvæmdastjóra, og býður þá
velkomna til starfa.
Hjá ungmennasambandi Eyfirðinga
hefur nýr framkvæmdastjóri tekið til
starfa, sá heitir Halldór Sigurðsson.
Halldór er fæddur og uppalinn að
Grenjaðarstað í S-Þingeyjasýslu.
Þegar námi lauk á Laugum lágu
leiðir til Svíþjóðar, þar sem hann
dvaldi við nám í Lýðháskólanum í
Kungálv í eitt ár, að því loknu varð
iþróttakennaraskólinn fyrir valinu og
þaðan lauk hann prófi vorið 1968.
Halldór hefur verið kennari í Þela-
merkurskóla Eyjafirði frá 1970.
Fyrir utan íþróttaáhuga frá barns-
aldri og þá ffrst og fremst knatt-
spyrnu hafa afskipti hans af fé-
lagsmálum verið allnokkur. M.a. hefur
hann verið í stjórn Umf. Skriðuhrepps
í 5 ár þar af tvö sem formaður þess.
Þá hefur Halldór setið nokkur ár i
varastjórn UMSE og var varaform.
þess árið 1976 en á síðasta þingi þegar
afráðið var að hann tæki við fram-
kvæmdastjórastöðunni kaus hann að
gefa ekki kost á sér aftur.
Aðsetur Halldórs er á skrifstofu
sambandsins Óseyri 2 Akureyri en sími
þar er 22920.
ísólfur Gylfi
Pálmason
frkvstj. HSH.
Héraðssamband Snæfellsness og
Hnappadalssýslu hefur nýlega ráðið
ísólf Gylfa Pálmason sem framkvstj.
ísólfur Gylfi er fæddur á Hvolsvelli
17. mars 1954, og sleit hann þar
barnsskónum.
Hann stundaði nám í Kennaraskóla
íslands um tveggja ára skeið, þá
dvaldi hann við nám í íþróttum við
Sönderborgarskóla Danmörku í eitt ár
og lauk síðan prófi frá íþróttakenn-
araskóla íslands vorið 1976.
Áhugi hans fyrir íþróttum og félags-
málum kviknaði er hann ungur að
árum dvaldi i sumarbúðum hjá Vil-
hjálmi Einarssyni og Höskuldi Goða
Karlssyni í Reykholti 5 sumur í röð.
Hefur hann síðan haft margs konar
18
SKINFAXI