Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.06.1977, Blaðsíða 30
70 ára afmæli UMFÍ Afmælisþing á Þingvöllum Á þessu ári eru 70 ár liðin frá stofn- un Ungmennafélags íslands, en það var stofnað á Þingvöllum við Öxará dagana 2.—4. ágúst 1907, og fyrsti for- maður sambandsins kjörinn Jóhannes Jósefsson, glímukappi frá Akureyri. Stofnfundurinn var haldinn undir berum himni á sögufrægasta stað þjóðarinnar, sem þessa daga var í há- tíðarbúningi vegna konungsheimsókn- ar Priðriks VIII. Ungmennafélagar höfðu skotið „ís- lenskum“ fána (hvítbláinn) í völlinn á fundarstaðnum skammt frá tjald- búðum konungsfylgdar og mæltist það misjafnlega vel fyrir af forráðamönn- um vegna konungsheimsóknar, en allt um það merkið stóð, og stendur enn, sem þjóðfáni vor með smávægilegum breytingum, og sem merki U.M.F.Í. æ síðan. 30. þing U.M.F.Í. verður helgað 70 ára afmæli U.M.F.Í. og haldið að Þing- völlum dagana 11. og 12. september næstkomandi. Mun þingið verða með hátíðarbrag en hápunkturinn verður kvöldverðarboð að loknu þinghaldi síðari daginn í Hótel Valhöll. Til þessa hátíðarþings hefur verið boðið fjöl- mörgum velunnurum hreyfingarinnar. Verkfræðistofa Guðmundar G. Þórarinssonar Skipholti 1 Reykjavík sendir Ungmennafélagi íslands svo og ungmennafélögum um land allt árnaðaróskir á þessum merku tímamótum. 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.