Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 30

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 30
70 ára afmæli UMFÍ Afmælisþing á Þingvöllum Á þessu ári eru 70 ár liðin frá stofn- un Ungmennafélags íslands, en það var stofnað á Þingvöllum við Öxará dagana 2.—4. ágúst 1907, og fyrsti for- maður sambandsins kjörinn Jóhannes Jósefsson, glímukappi frá Akureyri. Stofnfundurinn var haldinn undir berum himni á sögufrægasta stað þjóðarinnar, sem þessa daga var í há- tíðarbúningi vegna konungsheimsókn- ar Priðriks VIII. Ungmennafélagar höfðu skotið „ís- lenskum“ fána (hvítbláinn) í völlinn á fundarstaðnum skammt frá tjald- búðum konungsfylgdar og mæltist það misjafnlega vel fyrir af forráðamönn- um vegna konungsheimsóknar, en allt um það merkið stóð, og stendur enn, sem þjóðfáni vor með smávægilegum breytingum, og sem merki U.M.F.Í. æ síðan. 30. þing U.M.F.Í. verður helgað 70 ára afmæli U.M.F.Í. og haldið að Þing- völlum dagana 11. og 12. september næstkomandi. Mun þingið verða með hátíðarbrag en hápunkturinn verður kvöldverðarboð að loknu þinghaldi síðari daginn í Hótel Valhöll. Til þessa hátíðarþings hefur verið boðið fjöl- mörgum velunnurum hreyfingarinnar. Verkfræðistofa Guðmundar G. Þórarinssonar Skipholti 1 Reykjavík sendir Ungmennafélagi íslands svo og ungmennafélögum um land allt árnaðaróskir á þessum merku tímamótum. 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.