Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1977, Page 3

Skinfaxi - 01.12.1977, Page 3
Ritstjóri og ábyrgSarm.: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVIII. árgangur — 6. hefti 1977 Við verðum að leggja meira að mörkum SíSasta þing FRÍ er eitt af þeim bestu er ég hef setið hvað varðar þingsköp, en það er ekki nóg. Það þarf fólk tii að aðrir þættir heppnist eins vel, s. s. skoðanaskipti og umræður. Ég tel það alvarlegt mál hve fáir mættu úr dreifbýlinu og reyndar öllu landinu, þegar frá Snæfellsnesi og allar götur vestur, norður og austur um land að félagssvæði Skarphéðins, mættu aðeins fjórir fulltrúar. Á komandi sumri er Landsmót UMFÍ og ýmis mót í frjálsum íþróttum á Stór-Reykja- víkursvæðinu og víðar. Mótaskrá FRÍ er það þétt uppsett að það má heita list að koma á móti í heimabyggð eða senda íþróttafólk á öllum aldri á landsmót eð þau meistarmót sem haldin eru á þessum stutta tíma, sem er til móta (júlí og ágúst) hjá okkur á snjóþyngri svæðum landsins. Ef við ætlum okkur að styðja það fólk sem við erum að þjálfa, sumt fyrir mikinn pening, á aldrinum 11—20 ára, þá verðum vlð að leggja meira af mörkum en gert er. Frum- skilyrðið er að mæta á þingum til að ræða málin, með þann mannskap sem við höfum rétt á, en vera ekki að senda tillögur sem tillögu- smiðir geta ekki flutt mál sitt fyrir. Hvað þá að sitja heima óánægðir, tuðrandi um að ekkert sé gert, en gleyma hlutverki okkar I þessum málum. Skólafólk á að mæta fyrir hina og þessa. En sem betur fer hefur það áhuga á að ná árangri i sínum skólum og notar helgar eins og þessa síðustu til að lesa undir próf. Minn dómur er hispurslaus. Það er ófyrirgefanlegt hugsunarleysi og trassaskapur forráðamanna hinna ýmsu sambanda að mæta ekki á þing- inu eða senda einhverja í sinn stað. Stjórn FRÍ þarf einnig að vinna miklu meira að undirbúningi og auglýsa þingið betur en verið hefur. íþróttafréttaritarar blaða og sjón- varps þurfa að taka meira tillit til innlendra afreka í frjálsum íþróttum en þeir gera. Meðan þeir birta ekki þær upplýsingar sem þeim eru sendar er ekki hægt að búast við öðru en neikvæðum áhrifum. Ég býst við að það sé ekki ætlun þeirra að drepa niður frjálsar f- þróttir I landinu, en það er uggvænleg þróun þegr helst ekki má nefna þannig mót út um land og vart í Reykjavík nema þau séu haldin af ákveðnu íþróttafélagi. íþróttafréttaritari Ríkisútvarpsins, Hermann Gunnarsson, er hér algjörlega undanþeginn, því það virðist hægt að trúa honum fyrir efni. Hann skilar því og mjög greinilega I þáttum sínum og þarf ekki að ganga neitt á eftir honum. Við eigum afreksfólk í frjálsum íþróttum víða um land en það fólk sem bíður lægra hlut má ekki gleymast, því æfingin skapar meist- arann, og fjöldi móta gefur íþróttafólkinu þor og áræði, heima og heiman. Jón Guðjónsson, form. HVÍ. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.