Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1977, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.12.1977, Qupperneq 6
Landsmótsnefnd á fundi, frá vlnstri: Hafsteinn Þorvaldsson, UMFÍ, Gísii Magnússon, Hjörtur Jóhannesson og Jóhannes Sigmundsson, formaður nefndarinnar. ekki miðað svo mjög áfram í sumar og haust. Hins vegar verður nú að loknu útboði settur fullur kraftur á byggingu íþróttahússins, og að vori verður gengið frá ýmsu utanhúss og einmitt með tilliti til þessa fór Sel- fosshreppur fram á, að landsmótið yrði fært til síðari hluta júlímán- aðar. Á það sjónarmið féllst lands- mótsnefnd. — Hvað með fjármagnshliðina? — Fj ármagn mun vera tryggt til að ljúka nauðsynlegustu framkvæmdum. Hins vegar hefur Héraðssambandið Skarphéðinn ekki úr miklu að spila um þessar mundir. — Hvert er þitt álit á því að halda landsmót í þéttbýli? — Það fylgja því bæði kostir og gallar að halda landsmót í þéttbýli. Gallarnir eru helstir þeir, að mótið verður ekki eins mikið út af fyrir sig, ekki eins og ein heild í ys. og þys bæj- arlífs. Ég tel þó, að þessa muni ekki gæta svo mjög á Selfossi, því íþrótta- mannvirkin eru öll á sama svæðinu. Landsmótin eru orðin svo umfangs- mikil, að tæpast er um það að ræða lengur að halda þau utan þéttbýlis. — Er búið að ákveða eitthvað með dagskrá mótsins, þ.e.a.s. fyrir utan tímasetningu keppni? — Ýmislegt hefur verið rætt varð- andi dagskrá, en ég tel ekki tímabært að greina frá því að svo stöddu. Hins vegar vil ég geta þess að aðstaða til ýmiss konar sýninga er góð á Selfossi. Hefur t.d. verið ákveðin sýning í- þróttafrímerkja, hin fyrsta af því tagi hérlendis og sýning bóka er snerta íþróttir. — Hvernig gengur undankeppni þeirra greina sem keppa verður í fyrir Hvaða bölvuð vitleysa er þetta í þér, Sigurður, mætti ef til vill lesa út úr svip Hafsteins. — Myndirnar eru teknar á fundi landsmótsnefnd- ar í Skarphéðinssal. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.