Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 8
að allstór hópur frjálslþróttafólks verður sendur til keppni. Knatt- spyrnulið UÍA hefur unnið sér rétt til þátttöku. Aftur á móti eru handknatt- leiksstúlkurnar úr leik. Aðrar íþróttir, sem UÍA hefur hug á að senda lið í eru: glíma, sund, blak, körfubolti og skák. Þá verður lögð áhersla á að austfirskur almenningur fjölmenni á landsmótið. Afrek haustsins eru fá og láta litið yfir sér. Haldið var félagsmálanám- skeið hjá Neista á Djúpavogi i október. Samin hafa verið drög að mótaskrá fyrir næsta starfsár. Reynt hefur ver- ið að vekja umræðu um félags- og uppeldismál með sendingu bréfs til allra klúbba og félaga á Austurlandi, þar sem spurt er nokkurra brenn- andi spurninga. í undirbúningi er útgáfa ársrits upp á 100 síður. í því birtist yfirlit yfir störf sambandsins á liðnu starfsári. Útgáfan er fjármögnuð með auglýs- ingum, og er ritinu dreift á hvert heimili á sambandssvæðinu. Margt fleira er á döfinni, nýjar fjár- öflunarleiðir, hugmyndir um trimm- keppni milli staða, áframhaldandi gönguleiðakortaútgáfu og þar fram eftir götunum. Verður nánar komið inn á þessi verkefni í næsta fréttabréfi. Sigurjón Bjarnason (framkv.stj.) Fréttir að vestan Jón Guðjónsson, form. HVÍ, er einn þeirra manna sem ætíð er reiðubúinn til að setjast niður og ræða sin hjart- ansmál og það fer ekki milli mála hvaða mál það eru sem honum eru hjartfólgnust, það kemur í ljós þegar rætt er við hann. Við ræðum hér við hann um þessi áhugamál, sem eru Félagsstörf hjá HVÍ. Jón var að koma af FRÍ-þingi þegar Skinfaxi hitti hann að máli og var ekki alltof hress yfir mótaskrá þeirri sem þar var samþykkt, vegna þess, hve miklum erfiðleikum það yrði bundið fyrir þá hjá HVÍ að koma nið- ur mótum innan héraðs, því að sjálf- sögðu vildu þeir gefa sínu fólki kost á að taka þátt i keppni utan héraðs. í sambandi við ferðalög utan héraðs, sem að mestu væru flugleiðis, vildi Jón taka fram að hann væri ánægður með að njóta þeirra samninga sem Flugfélag íslands og FRÍ hefðu gert sín á milli, þar sem um væri að ræða 33% afslátt af almennum fargjöldum, sem munaði um þegar um hópa væri að ræða. Jóni fannst það sjálfsagt að önnur fyrirtæki sem önnuðust far- þegaflutning gæfu kost á slíkum samningum. Varðandi þátttöku í Landsmóti UMFÍ á Selfossi á næsta ári hvað Jón það stefnu þeirra hjá HVÍ að gefa þremur bestu í hverri grein kost á þvi að keppa á landsmótinu þó búast mætti við erfiðleikum vegna þess hve seint það verður (21.—23. júlí), en þá væri heyskapur í algleymingi. Þeir 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.