Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 17
Laus við malbik, bíla og stress Viðtal við Sigurð Geirdal framkvæmdastjóra UMFÍ Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ — Hvar og hvenær ertu fæddur? — Ég er fæddur a5 vori til árið 1939 norður i Grimsey. Það var þvi fögur veröld sem mætti augum mínum í fyrsta sinn, laus við malbik, bila og stress, en auðug af ýmsum þeim verð- mætum sem móta huga okkar og við- horf til mannlífsins og landsins á já- kvæðan hátt. — Uppvaxtarárin, hvernig gengu þau fyrir sig og hvenær hefjast af- skipti þín af félagsmálum? — Það var ákaflega skemmtilegt að vera barn í Grímsey. Þarna voru leik- ir barnanna eftirmynd af vinnu for- eldranna, sem var hluti af lifi okkar, við lékum það að við værum að síga í björg og við vorum fiskimenn o.s.frv. Við veiddum marhnúta niðri á bryggju og slægðum þá, flökuðum eða hertum, eftir því hvert átti að selja aflann. En því miður þá fluttumst við frá Gríms- ey þegar ég var átta eða níu ára gam- all og til Siglufjarðar, vegna þess að faðir minn var að leita að atvinnu og þar var síldarævintýrið í fullum gangi. Það var gaman að kynnast því. Maður kynntist þarna vetrariþróttun- um, skíðum og skautum, en félagslíf í þeirri merkingu sem við notum í Ung- mennafélagshreyfingunni var nú ekki upp á marga fiska hvað æskulýðinn snerti. Nú ég vil einnig geta þess sem láns að ég var sendur í sveit, eins og tíðk- aðist með kaupstaðabörn, og ég fór í Skagafjörðinn i Fljót og var þar nokk- ur sumur, og raunar einnig tvo vetur. Þar kynntist ég fyrst anga af ung- mennafélagshreyfingunni eða ung- mennafélagshugsjóninni öllu heldur. Skólinn var þar líka með allmiklu öðru sniði, farskóli, kennt hálfan mánuð í einu, og síðan hlakkað til þann hálfa mánuð sem maður beið. Námið var skemmtilegt og þá hitti maður krakka sem maður sá annars ekki. Börnum var komið fyrir, til dæmis á bænum sem ég var á, vegna þess að hann var nærri skólanum. Þegar ég var kominn SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.