Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1977, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.12.1977, Qupperneq 18
í réttu umhverfi, á kaffistofunni. nokkuð yfir fermingu þá fóru önnur sjónarmið að grípa inn í. Ég undi mér vel eins og ég sagði áðan og ég vildi vera þarna áfram en ég þurfti að fara þangað sem ég aflaði meiri tekna, í síldina á Siglufirði sem sagt, vegna fyrirhugaðrar skólagöngu. Ég fer síðan suður í Reykholt i heimavistarskólann þar og er þar í tvo vetur. Raunar má segja að sú för hafi verið nokkuð afdrifarík því að ég kom ekki norður aftur fyrr en mörgum ár- um seinna. Ég fékk vinnu í Reykjavík á milli vetranna í Reykholti, og síðan þegar ég hafði lokið þar námi þá var ég þar í eitt og hálft ár að safna fyrir framhaldsnámi og fór svo í Samvinnu- skólann og útskrifaðist þaðan vorið 1959. Þessi ár sem ég var í skóla, tók ég alltaf þátt í íþróttum. Ég hafði kynnst bæði knattspyrnu og skíðum í Fljótum, og síðan þegar ég kem í Reykholtsskóla, þá var mikið íþrótta- líf þar og þar kynntist ég fyrst frjáls- um íþróttum að einhverju gagni og sama má segja um sundið. Ég æfði alltaf eitthvað en að vísu án tilsagnar og keppti í þessum greinum svona af lítilli getu að vísu, en var þessu tengd- ur, alveg frá fimmtán ára aldri. í Reykholti og Bifröst var ég með ein- um ágætum ungmennafélaga, Pálma Gíslasyni sem er fyrrverandi stjórnar- maður í UMFÍ, hann var sjálfur frjáls- íþróttamaður og tengdur ungmenna- félögunum og í þeim náttúrlega. Sennilega hefur það verið fyrir kunn- ingsskap við hann að ég hóf eigin- legan keppnisferil minn sem keppandi fyrir USAH. Þá var ég að vinna á Hvammstanga eftir að ég hafði lokið prófi í Samvinnuskólanum og sótti æfingar norður á Blönduós, keppti síð- an á Landsmóti þá fyrst 1961. USAH var öflugt á þessum árum og ég kynnt- ist þarna og lærði mikið af ágætist frjálsíþróttafólki og sem sagt, náði mér á strik. Þessu hélt siðan áfram þegar ég kom suður. Að vísu truflaðist þetta af því að ég var tvisvar erlendis. í Þýskalandi fyrst eitt sumar og síðan ár í Danmörku, en á báðum þessum stöðum hélt ég áfram svona að gutla við æfingar, en raunveruleg félags- störf eða störf að forystumálum í ung- mennafélögum hefjast ekki fyrr en ég kem í Kópavoginn og er kosinn for- maður Breiðabliks. Fyrst hafði ég nú verið í stjórn og formaður frjáls- íþróttadeildar félagsins, en síðan for- maður ’65. Nú, eins og menn kannski muna var árið ’65 mikið ár hjá ung- mennafélögunum, þá var haldið Landsmót á Laugarvatni, það stærsta sem haldið hefur verið til þessa dags, en það hefur áhrif að sjá slíkar sam- komur og taka þátt í þeim, ég held að enginn sem er virkur þátttakandi í 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.