Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1977, Side 19

Skinfaxi - 01.12.1977, Side 19
undirbúningi og framkvæmd slíkrar hátíðar sem landsmótið á Laugarvatni ’65 var, gleymi því. Ég var ekki formaður aðalstjórnar Breiðabliks nema eitt ár en starfaði í frjálsíþróttadeild, i stjórn og sem keppandi þar og hef raunar allt fram á þennan dag verið ákaflega tengdur þeirri starfsemi. Önnur félagsmál eru náttúrlega ýmis, það er gamla sagan, það hlaðast jafnan á sömu einstakl- ingana störf í öllum þeim félögum sem þeir eru í og sú félagsstarfsemi sem ég tók mestan þátt í á þessum árum önnur var í pólitískum félögum. Ég hef verið starfandi meira eða minna í félögum framsóknarmanna alveg síðan ég fór að hugsa um þau mál, þó má segja að þegar ég hóf störf hjá UMFÍ 1970 þá sagði ég þar af mér öllum trúnaðarstörfum, því ég gerði mér alveg ljó.sa grein fyrir því að starfið hjá UMFÍ myndi krefjast alls sem ég gæti látið í té, en þetta er kannski ekki eins auðvelt í fram- kvæmd eins og að segja það og auð- vitað klippir maður aldrei á öll bönd í einu vettfangi. Það er líka þannig, að ef maður er að berjast fyrir ein- hverju í félagsmálum þá er leiðin oft í gegnum stjórnmál eða stjórnmála- flokka og ég var til dæmis eitt kjör- tímabil varabæjarfulltrúi i Kópavogi og hef alveg frá ’62 eða ’63 setið í ýms- um nefndum á vegum bæjarins, eink- um þó þeim nefndum sem hafa fjallað um æskulýðs- og íþróttamál. — Hver eru svo tildrög þess að þú ræðst til UMFÍ? — Það eru sjálfsagt margir sam- verkandi þættir, ég býst við að þeir Árangur skrif- finnskunnar: Ársskýrsian til- búin til heft- ingar. forystumenn sem þá komu til starfa. Hafsteinn Þorvaldsson og hans menn, hafi kannast við mig sem íþrótta- mann, nú ef til vill einnig sem for- mann Breiðabliks sem þá var og er enn stærsta ungmennafélag innan UMFÍ og Breiðablik var í gifurlegum uppgangi þá tíma sem ég starfaði þar og þá voru gerðar, eða fullmótaðar getum við sagt, ýmsar skipulagsbreyt- ingar og það tók á sig þá mynd deilda- skiptingar sem er á félaginu enn í dag. Þetta tókst nokkuð vel á þessum árum og ef til vill hefur það haft sín áhrif í þá átt að þeir hafa tekið eftir því hvað ég var að gera. Nú, en það er annað atvik, lítið, sem kannski réði nú þarna mestu um. Það var þannig að á aðalfundi Breiðabliks ’68 eða ’69, ég hafði þá verið svolitið í fríi ef svo má segja, ég var að stofna heimili og byrja að koma mér upp þaki yfir höf- uðið, en ég kom þarna á fund sem sagt og heyrði málflutning sem ég gat ekki þolað. Það var þarna einn ágæt- ur maður sem var mikill áhugamaöur um ákveðna íþróttagrein, knatt- SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.