Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1977, Side 20

Skinfaxi - 01.12.1977, Side 20
spyrnu, og fór heldur háðslegum orð- um um þetta ungmennafélagskjaft- æði og var raunar með tillögu um það að félagið hætti þessari rómantik og gerðist alvörufélag eins og hann kall- aði það og nefndist framvegis knatt- spyrnufélagið Breiðablik, auk þess sem í því væri fólginn sá stóri vinningur að fá einum eða tveimur fulltrúum fleira á þing Knattspyrnusambands íslands. Þetta varð til þess að ég reiddist eiginlega. Ég heyrði það á öllu að þarna var maður að gaspra sem vissi hreinlega ekki hvað hann var að tala um og var ákaflega ókunn- ugur sögu og markmiði ungmenna- félagshreyfingarinnar. Þetta vakti mig til umhugsunar þannig að ég losnaði nú eiginlega ekki við þetta úr huga mér öðruvísi en að ég settist niður og skrifaði grein um þetta mál og sendi Skinfaxa og hún birtist í 6. hefti 60. árgangs. Þegar ritstjóri Skinfaxa minntist á þetta viðtal við mig þá fór ég að leita að greininni og fann hana, og ég er satt að segja hissa á því hvað hún fellur vel inn í okkar tíma í dag. Það eru nokkur ár síðan og miklar breyt- ingar sem hafa orðið á starfi ung- mennafélaganna og einkum UMFÍ, en þessi grein held ég að passi alveg jafn- vel í dag og þá, og hann sagði mér það síðar, formaður UMFÍ, að hann hefði rekið augun í þessa grein og það hefði leitt til þess að hann hafði löngun til eða fékk áhuga fyrir að hafa samband við höfundinn. Þetta er kannski ein af mörgum smáum tilvilj uxrum sem gerðu það að verkum að ég verð fyrir valinu þegar Ungmennafélag íslands réði sér framkvæmdastjóra. Það kom einnig í ljós strax þegar við fórum að ræða þessi mál, við Hafsteinn, að hug- myndir okkar lágu nokkuð saman um það hvað þyrfti að gera og að hverju bæri að stefna og ég hafði þá þegar nokkuð mótaðar hugmyndir um það hvernig ætti að standa að þessum mál- um, og okkur sýndist svona eftir að hafa rætt þetta, að við værum bæði sammála um markmið og leiðir. Pálmi Gíslason, sem fyrr var nefndur, var einnig í stjórn UMFÍ á þessum tíma og ég þekkti vel hugmyndir hans, og var því ljóst að þarna lægju leiðir saman og mig langaði til að reyna hvað hægt væri að gera. Það er ekki nóg að sitja úti í horni og finna að því að aðrir geri ekki hlutina, maður verð- ur að vera tilbúinn að taka á þeim sjálfur og láta framtíðina skera úr um það hvort stefnan er rétt eða röng eða leiðir til árangurs og vaxtar í starfseminni eða ekki. — Hver er þá staða UMFÍ í félagslífi 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.