Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1977, Síða 21

Skinfaxi - 01.12.1977, Síða 21
þjóðarinnar; hefur orðið breyting þar á síðan? — Því á ég nú nokkuð erfitt með að svara, enda kannski ekki hlutlaust mat sem ég legg á það, því að ég sá UMFÍ þá úr nokkrum fjarska og verð raunar að játa það að mér fannst heldur litil til frumkvæðis og forystu UMFÍ koma á þessum tíma. Nú, þú spyrð hvaða breyting hafi orðið á þessu síðan, það hefur að sjálfsögðu orðið gífurleg breyting á eins og allir vita og ég hef marglýst og reynt að skilgreina í Skinfaxa og skýrslum ýms- um og skrifum. Orsök þess að þetta fer allt saman af stað tel ég nú fyrst og fremst vera þá að stjórn UMFÍ sest niður og reynir að skilgreina hvert sé hlutverk hennar og hvert sé hlutverk Ungmennafélags íslands í heild. Þegar það er búið þá er náttúrlega næst á dagskrá að reyna að skipuleggja ein- hverjar leiðir til þess að það standi í stykkinu. Menn urðu fljótlega sam- mála um það að grundvöllur fyrir öll- um vexti og viðgangi væri aukin fé- lagsmálafræðsla, bætt skipulag og út- breiðslustarf, þetta væri jákvæðara og me^ra starf úti um hinar dreifðu byggðir og í ungmennafélögunum sem heild. Það var auðvitað ljóst ef ætti að gera þessa stóru hreyfingu tilbúna til þess að gera sameiginlegt átak, þá yrði að hnýta saman alla hlekki og það yrði að vera einhver stjórnmið- stöð eða miðstöð sem sameinaði þessi félög til eins átaks og þá myndi það átak líka verða sterkt. Við vitum líka að það er engin kveðja sterkari en veikasti hlekkurinn og þess vegna var það mikils virði að þessi miðstöð, sem við kollum í dag þj ónustumiðstöð UMFÍ, væri þess megnug og reiðubúin að veita félögum, hvar á landinu sem þeir væru, alla þá aðstoð sem getan leyfði. Það var líka Ijóst að til þess að slík stjórnstöð og þjónustumiðstöð næði tilgangi sínum þá mátti hún ekki verða neitt pappírstigrisdýr ein- göngu, heldur varð þetta að vera í hugum félaga okkar úti á landi raun- verulega þeirra skrifstofa og þeirra starfsfólk. Þetta hefur tekist vonum framar og það má segja að skrifstofa UMFÍ í dag sé samastaður eða við- komustaður allra ungmennafélaga í forystusveit sem leið eiga til Reykja- víkur og það eru æði margir bæði sem koma hingað í stuttar heimsóknir, ungmennafélagar utan af landi, sem dvelja hér við nám, eru hér einnig tíðir gestir, ekki bara til að hitta okk- ur, sem hér vinnum, heldur einnig vegna þess að þeir vita aö hér er oft- ast nær að hitta einhverja aðra for- ystumenn utan af landi og jafnvel úr öðrum landshlutum. Þessir menn ræða síðan mál sinna félaga sem eru oftast nær meira og minna lík. Þeir hafa kannski notað mismunandi aðferðir við að framkvæma hlutina og geta þannig lært hver af öðrum. Þetta hef- ur verið ákaflega ánægjuleg þróun og ég kann þeim þökk fyrir sem að henni hafa stuðlað. Þetta hefur svo að sjálf- sögðu einnig haft þá þýðingu að við hér fylgjumst ákaflega vel með þvi sem gerist víða úti á landi. Þó að mér sé nokkuð tíðrætt um skrifstofuna og þá vinnu sem þar er framkvæmd og hvaða áhrif hún hefur á gang mála, þá mega menn ekki misskilja það að SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.