Skinfaxi - 01.02.1979, Page 4
Sigurjón Bjarnason:
Gróðurreitur
íslenskrar æsku
Grein Þórðar Pálssonar í 6. tbl. Skinfaxa
1978 hefur orðið mér tilefni nokkurra hug-
leiðinga um framtíð Þrastaskógar, og hag-
nýtingu hans i þágu eigandans, sem er ung-
mennahreyfingin í landinu.
í upphafi verð ég að játa, að þó að ég
hafi starfað í ungmennafélögum um all-
langt skeið, vissi ég ekkert um þessa
ómetanlegu eign hreyfingarinnar fyrr en
fyrir 2—3 árum síðan, og i fyrsta sinn s.l.
vor gekk ég um skóginn í fylgd með kunn-
ugum mönnum.
Ekki get é hælt umgengninni í skóginum,
og varla hefur hún batnað síðan föstum
umsjónarmanni var sagt lausu starfi.
En skógurinn er fallegur og svæðið stór-
kostlegt.
Já, uppi hafa verið hugmyndir um að
hvert héraðssamband eignaðist sumarhús í
skóginum. Þetta finnst Þórði fráleit hug-
mynd, og finnst mér hann telja skóginn og
lífríki hans glatað, ef af því verður.
Hann gefur sér þá forsendu, að öll gróð-
ursetning i skóginum sé endanlega úr sög-
unni, verði þessi sumarhús reist þar og fólk
dvelji í þeim yfir sumartimann.
Ég skil ekki hvers vegna þetta þarf svo
að vera.
Ég held að ef að lífriki skógarins sé svo
dýrmætt, sem Þórður vill vera láta, ætti
fólk að eiga þess kost að kynnast því og
læra að umgangast það, þannig að það ekki
spillist, heldur taki enn frekari framförum.
Markmið ungmennahreyfingarinnar er
ræktun lands og lýðs. Ötullega hefur verið
unnið að þessu marki frá stofnun samtak-
anna.
En það hefur aldrei verið hægt að troða
því inn í hausinn á mér að ræktun lands og
ræktun lýðs geti ekki farið saman. Ræktun
landsins þurfi að gerast í felum ef árangur á
að nást.
Mér sýnist að Þrastaskógur geti orðið
mjög merkileg félags- og menningarmið-
stöð ef rétt er á málum haldið.
Eða hvað hugsaði Þórður Pálsson, er
hann þökulagði íþróttavöllinn i eina tíð.
Átti hann lika að verða einn af leyndar-
dómunum, sem æskan skyldi fá í arf án
þess að fá að njóta hans á nokkurn hátt?
Nei, hér er margt verkið að vinna:
1. Skipa verður á ný umsjónarmann með
4
SKINFAXI