Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 16
Glcesilegt Rit þetta er m.a. til sölu UMFÍ og kostar kr. 4000. afmælisrit Árið 1977 átti ungmennafélagið Hrafn- kell Freysgoði 40 ára afmæli. í tilefni þess- ara tímamóta í sögu félagsins réðst stjórn þess í útgáfu ritverks þar sem dregnir eru fram í máli og myndum helstu þættir 40 ára starfs. Fundagerðarbókum er flett og með þeirra aðstoð rifjuð upp áhugamál og við- horf ungmennafélaganna gegnum árin. í ávarpi formanns, Baldurs Björgvinsson- ar segir m.a.: „Við viljum í þessu riti gefa sem flestum kost á að líta yfir farinn veg og sjá hvernig til hefur tekist gegnum árin. Hér sýnum við hvernig tímarnir hafa breyst, og hvernig ungmennafélagið hefur lagað sig að breyttum aðstæðum hverju' sinni. Það mun því margur verða margs vís- ari við lestur þessa rits, þá ekki aðeins fé- lagsmenn heldur líka allir þeir sem á einn eða annan hátt leggja starfi unga fólksins Uð.” Undir þessar línur formanns get ég heilshugar tekið en það er jafnframt skoðun mín að ritstjóranum Guðjóni Sveinssyni hafi tekist sérlega vel að ná fram heildaryfirsýn yfir þróun félagsins, að svo miklu leyti sem það er unnt i ekki stærra ritverki, en það er 91 blaðsíða í brotinu A4. Ritið ber með sér að til þess hefur ekki verið kastað höndunum, uppsetning öll og frágangur er til fyrirmyndar og gerir allt les- mál því aðgengilegra en ella. Með útgáfu þessari hafa ungmennafélag- ar í Breiðdal sýnt stórhug og áræðni með því að leggja út í jafn kostnaðarsama fram- kvæmd en slíkur stórhugur er einmitt aðalsmerki góðra ungmennafélaga og helst til þess líklegur að halda nafni félagsskapar- ins á lofti um ókomna framtíð. G.K. Ungmennafélagar — sameinumst! Ryðjum reyknum burt úr samtokunum. Látið aðra virða rétt reyklausra. skinfaxi 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.