Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1979, Page 22

Skinfaxi - 01.02.1979, Page 22
Afmœlis- áskrifenda- söfnun í tilefni 70 ára afmælis Skinfaxa á þessu ári verður í þessu 1. tbl. 70. árgangs hleypt af stokkunum nýstárlegri áskrifendasöfnun meðal áskrifenda Skinfaxa sem einir geta tekið þátt í leiknum. Með blaðinu fylgir seðill sem nöfn nýrra áskrifenda skulu rituð á, en hann síðan sendur til skrifstofu UMFÍ Mjölnisholti 14 Reykjavík. Hver nýr áskrifenda sem þannig berst skrifstofunni fær sitt númer eftir þeirri röð sem seðlarnir berast. Dregið verður síðan út eitt númer úr þeim númerum sem safn- ast hafa fyrir ákveðinn tíma hverju sinni og sá sem hefur verið svo heppinn að hafa safnað því númeri, eða öllu heldur útvegað þann nýja áskrifanda, sem ber þetta númer, hlýtur vinning. Fyrsta söfnunarskeið stendur til 30. mars í fyrsta sinn. Vinningur verður Crown útvarpskassettutæki að verðmæti kr. 56.744. 1. apríl hefst síðan nýtt söfnunarskeið og lýkur því með út- drætti 31. maí. Þriðja og síðasta tímabili sem hefst eftir 1. júní lýkur á sama hátt þann 30. nóv. Vinninga í tveim síðasttöldu söfnunarskeiðum verður getið siðar. Hér gefst áskrifendum kostur á því að leggja málgagninu lið á afmælisári en um leið að eiga vinningsvon nokkra og því meiri sem nöfnin á seðlinum verða fleiri. Nýr seðill verður sendur út með næsta blaði eftir að hverju söfnunarskeiði lýkur. Liggi eitthvað ekki alveg ljóst fyrir þá veitir skrifstofan nánari upplýsingar. Síminn er 12546 og ritstjóri á þriðjudögum eftir hádegi í síma 14317. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.