Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 12
Viðtaí við Torc 0stcrás forrnann NSU Formaður NSU Tore 0sterás var endurkjörinn á fundinum í Bifröst, en hann tók við embætti þessu 1976. Okkur fannst rétt að kynnast manninum örlítið og lögðum því nokkrar spurningar fyrir hann. Fyrsta spurningin vardaði aldur og uppruna. Eg er 37 ára — ættaður frá Steinkjer í Þrændalegi. Ég er al- inn upp á sveitabæ, næstelstur al' sjö systkinum. Ég hef að mestu unnið heima og tók við búinu 1968 og síðan höfum við tveir rck- ið búið. Nú hefur þú mikinn áhuga á landbúnaðarmálum almennt? Já, ég hef mikinn áhuga á því sem gerist í þjóðfélaginu en þó sérstaklega innan landbúnað- arins. Þess vegna er ég við nám í Norska Landbúnaðarháskólan- um. Námið tekur 4 ár og lýk ég prófi 1982. Pú hefur mikinn áhuga á starfs- íþróttum? Já, ég hef starfað talsvert að þeim málum og hef verið svo heppinn að verða tvisvar Noregs- þjálfum við leiðtogaefni fyrir æskulýðsstarfssemi okkar? og 2. Þróun og stefna norrænna samskipta innan NSU og hvert er hlutverk heildarsamtakanna í þessum efnum. Éins og sjá má af þessu efnisvali er á þessum námskeiðum verið að fjalla beint um innri mál NSU, skipulag, hlutverk, leiðtogamenntun o.s.frv. °g þá gjarnan verið að bcra saman aðferðir og á- hugamál hinna einstöku aðildarsambanda og landa. Af háll'u UMFÍ sátu ráðstefnuna Sigurður Geirdal sem stjórnaði námskeiðinu, Pálmi Gíslason, Jón Guðbjörnsson og Guðmundur Guðmundsson sem llutti framsöguerindi UMFÍ fyrri dag ráðstefn- unnar. I'yrri daginn var fræðslustarfssemi tekin fyrirog á þann hátt að frá hverju landi kom a.m.k, eitt fram söguerindi um skipulag og stefnu í fræðslumálum, síðan var lulltrúum skipt í starfshópa, og eftir að þeir hölðu skilað áliti hófust almennar umræður. Seinni daginn var fjallað um samskiptin milli að- ildarfélaganna og hlutverk NSU. I ore 0steras formaður NSU hafði framsögu í málinu og síðan voru við hölð sömu vinnubrögð og fyrri daginn. Báða daganna voru umræður Ijörugar og mjög upplýsandi um áhugamál og vinnubrögð aðildar- sambandanna, þarna lærðu menn því mikið um hvern annan og má segja að þessi námskeið séu sterkur liður í upplýsingastarfsemi og innbyrgðis kynningu NSU. Það yrði of langt mál að fara að tíunda umræður hér, eða þær upplýsingar sem fram komu, en etv. gefst tækifæri til þess síðar. Til að gera gestum okkar dvölina ánægjulegri og auka kynni milli fulltrúanna, var farið í gönguferðir í nágrenni Bifrastar og farið mcð allan hópinn í réttir Og ökuferð um Borgarljörðinn, undir leiðsögn Jóns öuðbjörnssonar og svo voru kvöldvökur á kvöldin í Bifröst og á eina slíka mættu þeir Ofeigur Gestsson og Ingimundur Ingimundarson. Sýndu þeir kvik- mynd frá Landsmótinu 1975 og sögðu frá starli UMSB. I heild má segja að framkvæmd þings og nám- skeiðs hafi heppnast ljómandi vel, húsnæði og viður- gerningur allur í Bifröst var til mikillar fyrirmyndar og ef marka má umsagnir gestanna um framkvæmd og móttökur, þá má UMFI vel við una. Sig. Geirdal. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.