Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 14
ÞRfllNN HRFST6INSSON:
SHklað á stóriA
BIKRRK€PPNI Ffíí 80
1. deild:
UMSK hefur síðasta áratug
verið það lið sem hefur getað ógn-
að Reykjavíkurfélögunum veru-
lega í Bikarkeppninni. Svo varð
ekki í þetta skiptið og UMSK féll í
2. deild. Karlaliðið stóð sæmilega
fyrir sínu, en kvennaliðið var á-
berandi slakt. Ef þróunin verður
sú sama og veriö hefur hjá
UMSK, verður síður en svo auð-
velt fyrir liðið að endurheimta
sæti sitt í 1. deild.
2. deild.
Oll liðin í 2. deild voru héraðs-
sambönd og var keppnin í Borg-
arnesi. Ein sú harðasta og mest
spennandi sem fram hefur farið
hér á landi.
Borgfirðingar UMSB, sigruðu
og unnu sér sæti í 1. deildar-
keppninni að ári. Heimamenn
voru vel að sigrinum komnir, þeir
hafa verið að byggja upp sitt starf
á síðastliðnum 6—8 árum og ár-
angurinn að koma í Ijós nú. Liðið
cr byggt upp að miklum hluta á
landsliðsfólkinu Jóni Diðrikssyni,
Einari Vilhjálmssyni, Ágústi Þor-
steinssyni og systrunum írisi og
Svövu Grönfeldt. Róðurinn verð-
ur eríiður fyrir lið UMSB í 1.
deild, því ýmsir veikir hlekkir eru
í liðinu eins og er s.s. grindahlaup,
hástökk og stangarstökk í karla-
liði og langhlaupin í kvennalið-
inu. En vonandi tekst Borgfirð-
ingum að þjálfa upp keppnisfólk í
þessar greinar fyrir næstu 1.
deildarkeppni.
Lið UIA hafnaði í öðru sæti
ásamt UMSE. Árangur þessi hlít-
ur að teljast mjög góður þar sem
liðið vann sig upp úr 3. deild 1979.
Karlaliðið kom mjög vel frá
keppninni með Stefán Hallgríms-
son, Brynjólf Hilmarsson og Pét-
ur Pétursson sem aðalmenn.
Kvennaliðið var aftur á móti mun
slakara. I kvennaliðinu hafa orðið
mikil umskipti síðan 1978, þá
voru hlaupagreinarnar sterkasta
hlið liðsins. Nú bregður svo við að
hlaupagreinarnar eru slakar en
kastgreinarnar góðar, með Helgu
Unnarsdóttur sem keppanda í
þeim öllum. UIA liðið verður
örugglega í toppbaráttunni í 2.
deild á næsta ári, en þó kemur
brottför Stefáns Hallgrímssonar
til með að veikja liðið nokkuð.
Eyfirðingar komu eflaust mest
á óvart. Eftir áreiðanlegum heim-
ildum hef ég það að flest keppnis-
fólk UMSE hafi farið í keppnina
til að halda sæti sínu í 2. deild.
Það tókst og vel það. Með Hólm-
fríði Erlingsdóttur, Sigurbjörgu
Karlsdóttur og Sigurlínu Hreið-
arsdóttur í fararbroddi sigraði
UMSE í kvennakeppninni með
yfirburðum. Karlaliðið var ekki
eins jafngott. Guðmundur Sig-
urðsson sem keppti í 200m, 400m,
800m, 1500m hlaupunum, lang-
stökki og þrístökki stóð hcldur
Bodhlaupssveil UMSB í 4x100 m og 1(XX) m hlaupum í Bikarkeppni FRÍ í 2. deild. Frá
vinstri: Hjördís Arnadóttir, Svava Grönfeldt, Anna Bjarnadóltir og Ingveldur Ingi-
bergsdóttir.
14
SKINf-AXI