Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 19
Frá landsmótinu á Laugarvatni 1965. Þórir Þorgeirsson og Minerva Jónsdóttir stjórna fimleikasýningu. fékkst seint til að hefja æfingar á vorin og cfatt úr allri æfingu yfir veturinn. Eftir að körfubolti kom til sögunnar fékk ég íþróttafólkið til að æfa hann. Það hélt fólki að nokkru við og hægt að stunda hann þó íþróttasalir væru ekki stórir. Svo er því ekki að neita að aðstaða mín sem íþróttakennari hér gaf mér ýmsa möguleika til að finna efnilegt íþróttafólk. Nú tengist saga þín landsmótun- um töluvert? Eg hef starfað á þcim öllum allt frá 1940. Eg vann ekki að undir- búningi mótsins í Haukadal, en hef unnið að undirbúningi ann- árraallttil 1974. Nú minnist ég þess að það hefur verið mikil reisn yfir komu ykkar á landsmótin, margir og vel merkdr bílar og samstæður hóp- ur. Já, þetta hafa verið skemmti- legar ferðir. Ég hef átt mjög gott samstarfvið þetta fólk. Ég minnist þess ekki að nokkurn tíma hafi komið upp leiðindamál í þessum ferðum. Hópurinn hefur alltaf verið býsna stór, enda hefég lagt á það áherslu að vera með fulla skráningu í hverri grein. Sumar þessar ferðir hafa verið býsna strangar t.d. minnist ég ferðar á landsmótið á Laugum 1946, þá fórum við í boddíbíl sem kallað var. Ferðin tók tvo daga og hristingurinn var ógurlegur enda vegirnir ekki góðir í þá daga. En ferðin var engu síður skemmtileg og einn er sá þáttur sem er ákaf- lega mikilvægur, það eru kynni fólksins sem mótin sækja. Mannstu ekki einhvern atburð sem er þér sérstaklega minnis- stæðurfrá þessum mótum? Það eru auðvitað mörg minnis- stæð atvik. Mótin hafa verið hvert með sínu sniði. Mótið í Haukadal var haldið við mjög frumstæðar aðstæður og hreint furðulegt að það skyldi vera hægt að halda það. Mótið í Hveragerði 1948 fór fram í ausandi rigningu þannig að allt var á floti. Og eiginlega er það merkilegt að fyrir utan þetta mót þá hefur alltaf verið gott veður á mótunum. Landsmótið hér á Laugarvatni 1965 er kannski minnisstæðast. Það veður sem við fengum þá var svo einstakt og sá mikli fjöldi fólks sem þangað kom var með ólíkindum. Á Eiðum 1952 fór hitinn í lauginni niður í 4 stig, og enn dáist ég að krökk- unum sem létu sig hfa það og tóku þátt í sundinu. Þá finnst mér sér- stök ástæða til að þakka Þorsteini Einarssyni fyrir góða stjórn á SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.