Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1980, Page 30

Skinfaxi - 01.10.1980, Page 30
Fjö Iskyíduhátíð í Þrasiaskógi Síðustu helgina í júlí hélt HSK Ijölskylduhátíð í Þrastaskógi, í til- efni af 70 ára afmæli sambands- ins. * Ein eins og allir vita er Þrasta- skógur eign UMFI. Þar er nánast sagt eitt fegursta umhverfi í Ar- nessýslu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Heldur fannst þeim sem að undirbúningi þessarar hátíðar stóðu aðkoman í Þrastaskógi öm- urleg. Völlurinn, sem útbúinn var fyrir nokkrum árum vægast sagt í megnustu óhirðu. Osleginn og sennilega hefur ekki verið borið á hann í allt sumar. Það má kannski segja að undir- búningur að hátíðinni hafi verið snöggsoðinn en þó ekki sneggri en það að allt var til reiðu þegar sam- koman hófst og allt gekk vel og snurðulaust fyrir sig. Inn á svæðinu var reist tjald sambandsins sem er um 100 m2 á stærð, sett gólf í tjaldið, smíðað leiksvið, ræðustóll og allt tilheyr- andi. A meðan að á undirbúningi stóð dvaldi undirbúningsfólkið í húsi UMFÍ. Var þar oft glatt á hjalla enda margt fólk sem vann að undirbúningi. Samkoman hófst með því að Hafsteinn Þorvaldsson sagði nokkur orð um Þrastaskóg og UMFÍ , góður rómur var gerður að orðum Hafsteins. Fftir ávarpið hófust skemmti- atriði sem samkomugestir tóku þátt í. Reiptog, pokahlaup, þrí- fótahlaup, sýndur var leikþáttur og fl. I pokahlaupi og reiptogi sem fór fram á milli stelpna og stráka sigruðu stelpurnar. Það sem vakti mesta hrifningu meðal áhorfenda, var þegar nú- verandi stjórn HSK og fyrrver- andi stjórnarmenn sem mættir voru á staðnum kepptu í poka- hlaupi. Mátti þarna sjá margan kappan, gráan fyrir járnum og misjafnlega íþróttamannslega vaxinn, troða sér í poka og hlaupa eða hoppa eftir bestu getu. Hverj- ir unnu veit nú enginn enda allt í lagi vegna þess að ekki var keppt til verðlauna. Þegar auglýst dagskrá var tæmd skemmti fólk sér sjálft fram eftir degi. Sumir fóru í fótbolta, aðrir í svifdiskakast en aðrir döns- uðu í tjaldinu við dynjandi músík úr Diskóteki Umf. Skeiðamanna. Þennan dag var veðrið eins og best verður á kosið, sólskin og gola. fil'tir þá reynslu sem Skarphéð- insmenn hafa nú af samkomu- haldi í Þrastaskógi, er óhætt að segja að fullur vilji er hjá þeim að endurtaka þetta. En þá væri mjög gott að til væru á staðnum fleiri bílastæði. Það er lítið af þeim í Þrastaskógi. Svo verður að stöðva ágang sauðkinda því með sama áfram- haldi verður ekki hægt að fmna hreinan blett í Þrastaskógi til að tilla sér á. Þetta þyrfti að laga strax næsta sumar svo Þrastaskógur eign UMFI, megi verða okkur öllum til ánægju og sóma hér eftir sem hingað til. KJ 30 SKINFAXl

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.