Skinfaxi - 01.12.1980, Síða 3
SKINFAXI
6. tbl. — 71. órg. — 1980
ÚTGEFANDI:
Ungmennafélag Islands.
RITNEFND:
Pálmi Gíslason ábm.
Diðrik Haraldsson útg.stj.
Sigurður Geirdal
Finnur Ingólfsson
Steinþór Pálsson
AFGREIÐSLA SK.INFAXA:
Skrifstofa UMFÍ,
Mjölnisholti 14,
Reykjavík — Sími 14317.
SETNING OG UMBROT:
Leturval sf.
OFFSETPRENTUN:
Sambandsráðsfundur UMFÍ bls. 4
Viðtal við Svein Björnsson
forseta ÍSÍ — 8
Viðtal við Skúla Óskarsson — 12
Iþróttaviðburðir í
Rangárþingi — 15
Leiðbeinendanámskeið ÆRR — 16
Viðtal við Jón Guðbjömsson — 19
Vísnaþáttur Skinfaxa — 25
HSK — knattpyrna — 27
Frá Landsmótsnefnd — 28
Forsföumyndin
Islenskir lyftingamenn hafa getið
sér gott orð að undanförnu bœði
á innlendum og erlendum vett-
vangi. Lyftingar eru til umræðu í
þessu blaði og forsíðumyndin af
Skúla Óskarssyni UÍA sem setti
heimsmet í réttstöðulyftu.
H ugarfarsbreyting
er nauðsynlec)
Nú, þegarstenduryllrá Alþingi gerðfjárlagafyrirárið 1981
og bæjar og sveitarstjórnir fara að vinna að fjárhagsáætlunum
sínum, er ekki úr vegi að fjalla um stuðning þcssara aðila við
íþrótta- og æskulýðsmál.
Þegar útdcilt er því fjármagni sem til ráðstöfunar er hverju
sinni er að mörgu að hyggja og sjaldan mögulegt að uppfylla
allra óskir. Það er því oftast háð mati og hugarfari ráðamanna
hversu mikið fé kemur í lilut hvers og eins sem eftir stuðningi
leyta. Þó kann að vera að talsverðu ráði hversu ákaft menn
biðja eða hafa aðstöðu til að beita þrýstingi.
Beiðni ungmennafélagshreyfingarinnar um fjáframlög sér
til handa er yfirleitt hófleg, fer ekki fram úr því sem auðveld-
lega er hægt að uppfylla. Þetta á að sjálfsögðu við um rekstrar-
framlög en ekki um kostnað við uppbyggingu íþróttamann-
virkja, cn þau mál eru það stór í sniðum að tíma tekur að koma
þeim í viðunandi horf. Hin beinu rekstrarframlög eru aftur á
móti ekki það stór þáttur í fjármálum ríkis og sveitarfélaga að
verulegu máli skipti þó að þau hækkuðu í það sem viðunandi
væri.
En til þess að stuðningur við frjáls æskulýðs- og íþróttafélög
komist í æskilegt horf, þarf að verða hugarfarsbreyting hjá
ráðamönnum, það verður að hætta að líta á framlög til þessara
mála sem einhverja kvöð eða óhjákvæmilega styrki, heldur
verða menn að hafa það hugarfar að hér sé um skynsamlega og
arðbæra ráðstöfun á opinberu fé að ræða, sem skilar sér aftur
til þjóðfélagsins.
Engum ætti að blandast urn það hugur að öllugt ungmenna-
og æskulýðsstarf hefur mikið uppeldislegt gildi í nútíma þjóð-
félagi og slík starfsemi geti forðað ungmennum frá ýmsum
„Hallærisplönum.” Einnig er í ungmenna- og íþróttasamtök-
unum kjörið tækilæri fyrir liina f'ullorðnu að finna sér heil-
brigðan starfsvettvang í frístundum sínum. Stuðla þannig að
eigin heilbrigði og hreysti, vinna mcð æskunni og brúa þannig
hið margumtalaða kynslóðabil.
Ungmennafélagshreyfingin hefur sýnt það með sínu mikla
og vaxandi starfi, sem er að talsvcrðum hluta ólaunuð sjálf-
boðavinna, að henni er vel treystandi til að annast þennan
mjög svo þýðingarmikla þátt þjóðlífsins. En til þess að áfram
megi lialda og merkið sé hátt á lofti þarf til að koma aukinn og
varanlegur fjárstuðningur opinberra aðila, sem bcst næst fram
með hugarfarsbreytingu.
Islandi allt.
Björn Agústsson.
SKINFAXI
3