Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1980, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.12.1980, Qupperneq 15
íþróttaviðburðir í Rangárþingi Rangæingamótið 1980. Rangæingamótið fór fram á Hvolsvelli dag- ana 23. og 24. ágúst sl. Framkvæmd mótsins var í höndum Umf. Baldurs. Fyrri daginn kepptu fullorðnir, en þann seinni 16 ára og yngri. Tókust bæði mótin með ágætum. I- þróttafólk af yngri kynslóðinni lét sig ckki vanta. Fengu allir þátttakendur viðurkenn- ingarskjal til minningar um mótið. Atta félög tóku þátt í báðum mótum. Veittir voru verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í hverri grein hjá þeim fullorðnu, en fyrir l'yrsta sætið hjá þeim yngri. Umf. Baldur varð stigaliæst á báðurn mótunum með nokk- uð miklum yfirburðum. I keppni fullorðinna hlaut félagið 154 stig. I öðru sæti varð Iþrótta- félag Eyfellinga (Umf. Eyfellingur og Umf. Trausti saman) með 71 stig og í þriðja sæti Untf. Njáll með 64.5 stig. í keppni 16 ára og yngri hlaut Umf. Baldur 306.5 stig. I öðru sæti varð Umf. Þórsmörk með 144 stig og í þriðja sæti Umf. Njáll með 139stig. Fjallomótið. 6. september síðastliðinn var „Fjallamótið” haldið að Skógum undir Eyjafjöllum. Er þetta frjálsíþróttamót á milli nágrannafélaganna Umf. Eyfellings A-Eyjafjöllum og Umí'. I'rausta V-Eyjafjöllum. Keppt er í nokkrum völdum greinum karla og kvenna. Félögin hafa einnigoft reynt meðsérísundi. Mót þetta á sér orðið nokkuð langa sögu og hafa félögin skipst á um sigrana. Hin allra síðustu ár hafa þó Austur Eyfellinga oftast borið sigurorð af nágrönnum sínum, Vestur- Eyfellingum. Úrslit á mótinu sem fram fór í haust urðu þau, að Uml'. Eyfellingur varð sig- urvegari hlaut 102 stig, en Umf. Trausti hlaut 41 stig. Stigahæsti einstaklingur mótsins varð Þorbergur Albertsson Umf. Eyfellingi og hlaut hann „Fjallaskjöldinn” fyrir. Stighæst kvenna varð Bergþóra Astþórsdóttir Umf. Ey- fellingi. Orn Guðnason. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.