Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1981, Side 3

Skinfaxi - 01.02.1981, Side 3
SKINFAXI l.tbl. -72.árg. - 1981 ÚTGEFANDI: Ungmennafélag fslands. KITSTJÓRI: Steinþór Pálsson. RITNEFND: Pálmi Gíslason ábm. ITiðrik Haraldsson. Sigurður Geirdal. I'innur Ingólfsson. AFGREIÐSLA SKINFAXA: Skrifstofa UMFÍ, Mjölnisholti 14, Reykjavík - Sími 14317. SETNING OG UMBROT: Leturval sf. OFFSETPRENTUN: Prentval sf. t'Ieðal efnis: Frá stjórnarfundi bls. 4 Utgáfustjóri — ritstjóri — 6 Af útgáfustarfi — 7 KKÍ — 8 Frá Landsmótsnefnd — 11 Körfuknattleikur ungmennafél. — 12 Um júdó — 14 Lslandsmeistarar í körfuknattl. — 16 Fjallað um afrekaskrá — 18 Afrekaskrá UMFÍ í frjáls íþr. — 23 Vísnaþáttur — 25 Lið UMFN þótti best — 26 Gjaldkeranámskeið — 27 Happdrætti ungmennafél. — 28 Viðtal við Guðm. Guðmundss. — 29 Umf. Dagsbrún — 30 forsíðiunyndin Blaðið er að miklut teyti heltjað körfu- knaiHeiksífiróttinni. í f>ví sambandi er rn. a. viðtal viðformann KKÍ otj í opnu myndir af nýbökuðum Istands- ^neisturum, UMFN. Forsiðumynd- 'n e-r úr leik Njarðvíkinga í úrvals- deildinni. FRÉTTIR Nú þegar 72. árgangur Skinfaxa hefur göngu sína er ekki úr vegi að líta til liðins árs. Oft hafa spunnist um það umræður hvort breyta ætti broti blaðsins. Sitt sýnist hverjum í því efni og sennilega hafa safnarasjónarmið ráðið mestu um að það var ekki gert. A síðasta þingi UMFI urðu nokkrar umræður um blaðið og útbreiðslu þess. Þá völdust einnig til forustu menn sem ákveðnir voru í því að eíla blaðið, stækka brotið og bæta efnið. Ekki er ann- að hægt að segja en blaðinu hafl verið vel tekið og áskrifendum hefur fjölgað um 50%. Við landsbyggðarmenn höfum oft verið ó- hressir með hve litlar fréttir hafa birst frá okkur í fjölmiðlum. Þessu hef ég velt mikið fyrir mér á síðasta ári enda hefur Skinfaxi fengið sendar mikið af þeim fréttatilkynningum sem fjölmiðlar hafa fengið. Hér um bil allt efnið hefur birst í einhverjum fjölmiðli. Af því dreg ég þá ályktun að þetta sé að mestu leyti okkur sjálfum að kenna. Ef við viljum fá birtar fréttir frá okkur þá verðum við einfaldlega að láta frá okkur heyra. Varðandi Skinfaxa heiti ég á ykkur ungmenna- félagar að senda Skinfaxa fréttir frá ykkar starfi, ykkar félögum og samböndum. Þar er alltaf eitt- hvað að gerast og gleymið ekki því að fréttin fær tvöfalt gildi ef mynd fylgir með. Islandi allt. Diðrik Haraldsson. skinfaxi 353954 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.