Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1981, Side 10

Skinfaxi - 01.02.1981, Side 10
iðleikum með að halda sér í 1. deild með núverandi fyrirkomu- lagi. Þetta hefur náttúrlega komið út í miklu betra landsliði. Við get- um nefnt ýmis dæmi. Fyrir 2 ár- um unnum við Skota í landsleik, þeir fóru síðan í Evrópukeppni og unnu sig upp í B-riðil, en íslenska landsliðið tók ékki þátt í þeirri keppni. I fyrra urðum við svo í 3ja sæti á Norðurlandamótinu..Unn- um Dani og Norðmenn með mikl- um mun. En þessum þjóðum hef- ur farið mikið fram. Síðan tóku Norðmenn þátt í undankeppni fyrir Olympíuleikana. Eftir þá keppni fengu þeir það sæmdar heiti að vera talin sú þjóð sem mest heíði farið f'ram á árinu. En fyrir 3 árum töpuðum við fyrir þeim 2 leikjum af 3. Þá unnum við Kínverjana einmg í fyrra, en þess má geta að þeir höfðu sigrað Finna á leiðinni hingað. Sigrarnir yfir Frökkum núna fyrir áramót eru líklega besti árangur sem liðið hefur náð. Þó má segja að við sjá- um ekki almennilega hvernig við stöndum fyrr en í C-keppninni í vor. Hvemig standa fjármál KKÍ? KKI hefur verið rekið seinustu 3 ár eins og fyrirtæki. Það hefur verið stefna okkar að reka sam- bandið innan þess ramma sem fjármálin leyfa. Þó koma upp verkefni á nokkura ára fresti sem eru okkur dýr t.d. etns og Norður- landamótið í janúar og þau ár verður ekki komist hjá taprekstri. Þetta veldur því að útkoman hjá okkur í ár verður að öllum líkind- um ekki eins góð og seinustu 2 ár, en þá var sambandið rekið mec hagnaði. Því er ekki að leyna að fjármálin æru ákaílega ótrygg. Tekjustofnar sérsambanda eru ákaílega óvissir og framlagið frá því opinbera er varla neitt til að tala um. Við stöndum miklu verr að vígi með stuðning frá ríkinu en samböndin á hinum Norðurlönd- unum. Það sem við fáum er ekkert nálægt því sem gerist þar þó mið- að sé við höíðatölu. Að lokum, önnur viðfangs- efni KKÍ? Það éru mót fyrir utan þessar heíðbundnu keppnir. Skólamót og mót fyrir trimmara (íirma- keppni). Við leggjum áherslu á að koma upp íjölbreyttu kennsluefni. Það sem við einkum þörfnumst í dag er aukin almenn menntun þ.e.a.s. kennsla í fræðilegri undir- stöðu og þá sérstaklega fyrir þá sem keppa í íþróttinni. Mikið verk er að fylgjast með öllum þeim nýj- ungum sem upp koma í íþróttinni og kom þeim til skila. Við höfum áhuga á að bæta okkur þarna. Þá má geta pcss í lokin að við erum með opna skrifstofu í I- þróttamiðstöðinni í Laugardal og er síminn 85949 en þar veitum við öllum þeim er þess óska allar upplýsingar um íþróttina. Skinfaxi þakkar Stefáni fyrir spjallið og óskar körfuknattleiks- mönnum góðs gengis í framtíð- inni. SP. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.