Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1981, Side 15

Skinfaxi - 01.02.1981, Side 15
að áhugi manna á vesturlöndum vaknaði á hinum f'ornu bardaga- listum Japana þó júdóið hafi að sjalfsögðu náð mestri hylli al- •nennings. JÚDÓ fi ISLfiNDI Upphaf iðkunar á júdó, hér- lendis, má rekja til ársins 1957. Þá hóf Glímufélagið Ármann reglu- bundnar æfmgar í greininni og var aðdragandi þess m.a. sá að þegar hnefáleikar voru bannaðir nieð lögum á Islandi þá beittu ýmsir þeir sem áður höfðu stund- að hnefaleika með Ármanni sér ívrir því að teknar yrðu upp æf- *ngar í Júdó. Hin nýja grein þótti aU nýstárleg og liaft var á orði að þar væri á ferðinni náttfataslagur a japanska vísu Segja má að strax 1 upphafi hafi áhugi íslendinga á 'þróffinni vaknað og skyldi engan undra, þjóðaríþróttin glíman og judó eiga margt sameiginlegt. Eft- lr að æfingar hófust hjá Ármanni toku ýmis félög, bæði í Reykjavík °g úti á landsbyggðinni, til við að ®fa júdó. I dag er júdó æft víða um land en fjarstæða væri að halda því li'am að það sé verulega útbreytt. ■■Vöallega liefur greinin náð fót- festu á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Akureyri og í Vest- mannaeyjum. Menn hafa gjarnan spurt hvers vegna júdó er ekki æft víðar en raun ber vitni og fyrir því Hggja aðallega tværástæður. Fyrri astæðuna varður að telja hinn gíf- urlega stofnkostnað. Það er ekkert nfilaupaverk fyrir fámenn ung- nienna- og íþróttafélög að fjár- festa í dýnum og e.t.v. húsnæði undir greinina. Flest berjast þessi félög í bökkum fjárhagslega og sú sorglega staðreynd blasir við að þau hafa varla yfir að ráða nægu fjármagni til þess að annast dag- legan rekstur. Seinni átæðuna sem má tilnefna er skortur á hæf- uni þjálfurum. Júdó er ákaflega teknisk og nákvæm íþrótt og því liggur í augum uppi að það er ekki á hvers manns færi að hlaupa til og ætla að hefja þjálfun hjá ein- hverju félagi. Þessi þjálfaraskort- ur hefur sniðið viðgangi íþróttar- innar ákafiega þröngan stakk. Til dæmis má nefna að skortur á hæf- um þjálfurum varð til þess að í- þróttin lagðist niður á Isafirði. Júdósamband Islands hefur reynt að mæta þessum skorti með þjálf- aranámskeiðum og var síðast haldið námskeið fyrir nokkrum árum og fyrirhugað er að halda námskeið í ár. Það er von þeirra sem eru í forsvari fyrir íþróttinni að það námskeið verði til að bæta verulega úr miklum skorti félag- anna á leiðbeinendum. Síðasta ár sýndi ótvírætt hve Is- lendingar standa framarlega í greininni. Islendingar eiga júdó- fólk á alþjóðamælikvarða og glögglega hefur það komið í ljós hverjir hæfileikar búa með okkar unga fólki. Þetta er óneitanlega nokkuð erfið íþróttagrein og hún gerir miklar kröfur til iðkenda sinna en unnin afrek sýna best hve mikið íslendigar hafa þar til brunns að bera. Við skulum enda þennan pistil með orðum Mar- grétar Þráinsdóttur, sigurvegara úr Opna Skandinaviska mótinu í ár: ,Júdó er ákaflega skemmtileg og fjölbreytt íþrótt og að mínu mati mjög þroskandi og júdó er fyrir alla sem liafa áhuga á góðri og fjölþættri þjálfun, hvort sent æft er með keppni fyrir augum eða ekki. Líkamsbygging skiptir þar engu máli, aðeins hugarfarið.” Þór Indriðason. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.