Skinfaxi - 01.02.1981, Page 26
Danmerkurfarar UMFN, ásamt fararstjóra og þjálfara. Fremri röð frá vinstri: Guðjón Hilmarsson, Kristinn
Einarsson, Ólafur Thordersen, Reynir Kristjánsson, Guðbjöm Jóhannesson, Hreiðar Hreiðarsson. Aftari röð frá
vinstri: Ólafur Þórðarson fararstjóri, Teitur Örlygsson, Þórður Ólafsson, Jón Magnússon, Ómar Ellertsson,
Lárus Gunnarsson og Ólafur Thordersen þjálfari.
IJð Umf• XjarðvíkMr
þótti best
Alþjóðamót unglinga í handknattleik var hald-
ió í Dronninglund við Alaborg dagana 13. — 17.
júlí s.l.
Keppendur voru 850 frá 7 löndum, Danmörku,
Færeyjum, Islandi, Noregi, Sviss, Svíþjóð og
Þýskalandi.
Eina íslenska liðið var frá Umf. Njarðvíkur, í
drengjaflokki, 13 og 14 ára. Vöktu drengirnir
mikla athygli fyrir leikni og hraða og töldu dönsku
blöðin liðið besta lið mótsins.
Leikir Njarðvíkur fóru sem hér segir:
Njarðvík— Dronninglund 19:3.
Njarðvík— Oespel Kley 11:10.
I þessum eina leik gekk allt á afturfótunum, t.d.
áttu Njarðvíkingar 7 stangarskot.
Njarðvík — Fortuna Wellesee 40:0.
Þessi leikur var flautaður af þegar 2 mínútur
voru eftir af leiktímanum þar sem dómarinn
taltli nóg komið, eöa „Knock Out”.
Njarðvík—Recklingheusen 16:9.
Þetta lið var kallað risarnir, enda helmingur
liðsmanna yfir 180 cm. Til samanburðar má
geta þess að hæð leikmanna Njarðvíkur var á
bilinu 152 — 174 cm.
Þar með voru Njarðvíkingar komnir í úrslit, en
þar fóru leikir sem hér segir:
Njarðvík—Bláhoj 14:10.
Njarðvík — Rccklingheusen 20:5.
Njarðvík — Kyndill 12:7.
Og þar með var gullið í höfn.
Síðasta kvöldið var haldin mikil íþróttahátíð í
glæsilegri íþróttahöll staðarins, en mótið sjálft fór
fram á grasi.
Léku Njarðvíkingar þar við úrval þýskra liða
(valið var úr 6 þýskum liðumjsem Danir kölluðu í
gríni þýska landsliðið. Sigruðu Niarðvíkingar í
þeim leik 12:9.
Fararstjórar voru Olafur Þórðarson og Olafur
Thordersen, sem jafnframterþjálfaridrengjanna.
26
SKINFAXI