Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1981, Page 30

Skinfaxi - 01.02.1981, Page 30
Umf. Dagsbrnn Þaö er ekki oít sem sést á ritvell- inum greinakorn frá starfsemi Umf. Dagsbrún A-Landeyjum. Hverju eða hverjum það er að kenna er ekki gott að segja, en trúlega á þar sök á að einhverju leyti pennaleti félágsmanna. Lmf. Dagsbrún \ar stofnað 23. okt. 1909 og er því mcð eldri L'ng- mennafélögum í landinu. Félagið hefur starfað óslitið frá stofndegi. I einni grein í félagslögunum segir að stjórnin skuli kosin í eitt ár í senn. Sem þýðir einfaldlega að stjórnarmenn geta skorast undan endurkosningu. Enda er það orð- in nokkurs konar heíð að stjórn- armenn notlæri sér þessa heimild og skift sé um stjórnarmenn á aðallundi félagsins sem haldinn er einhvern fyrstu daga janúar. En undantekningar eru þó til að ekki sé alltaf alfarið skift um alla stjórnarmenn. Eflaust fylgja þess- um tíðu stjórnarskiftum bæði kostir og gallar. En hvort hefur þar betur má eflaust deila um. Víst er þó að með þessu kynnast mjög margir félagsmenn stjórnar- störfum. Oll störf í ungmenna- félagshreyfingunni er góður skóli og ekki síst að vera í forustunni og kynnast ábyrgðatilfmningunni. Um starfsemi félagsins má rneðal annars telja upp: írjálsar íþróttir, leikstarfsemi, ferðalög, dansleiki ofl. Þá má minnast á að félagið hefur alltaf séð um Þorrablótið og notast þá við heimatilbúið skemmtiefni. A síðasta ári bættust svo blak og borðtennis við íþrótt- irnar. Dagana 30. nóv. — 10. des. stóð félagið fyrir félagsmálanám- skeiði, grunnstigi, og er þetta ann- að námskeiðið sem félagið heldur. Þátttakcndur í námskeiði þessu voru 15, 7 konur og 8 karlmenn. Vngsti þátttakandinn 13áragam- all og sá elsti 51 árs. Það má segja að námskeið þetta hafi tekist vel, þótt um fruntraun leiðbeinandans væri að ræða sent er undirritaður. linda voru þátttakandur mjögjá- k\æðir og duglegir \ ið námið og létt stemming yfir öllu námskeið- inu. Stjórn Umf. Dagsbrúnar skipa: Garðar Guðmundsson form., Auðunn Leifsson féhirðir, Hafsteinn Auðunsson ritari. Þráinn Þorvaldsson, Oddakoti. Umý Baldutr: íþróttaýóik ársins Xýlega fór fram hjá Umf. Baldri í Hvolhreppi, val á íþróttafólki ársins innan félagsins. \'ar þetta í fýrsta skipti sem slíkt val fór fram. Stjórn fclagsins, tilnefndi tíu manna nefnd sem sá um útncfninguna. Félaginu barst að gjöf fjórir farandgripir sem veitt voru íþróttafólkinu. Eftirfarandi íþróttafólk varð fyrir valinu árið 1980: Yngvi Karl Jónsson, knattspymumaður ársins. Magnús Rúnarsson, körfuknattleiksmaður ársins. Auður Sigurðardóttir, íþróttakona ársins. Guðmundur Nikulásson, frjálsíþróttamaður ársins. Uml. Baldur hefúr þarna gcrt lofsvert framtak fyrir íþróttafólk sitt. Hljóta viðurkenningar sem þessar aðörva íþróttafólk til enn meiri æfinga og ke|tpni.Það hefur færst í vöxtá undanfornumárum að ungmennafélög veiti íþróttafólki svipaðar viðurkenningar með góðum arangri. Fleiri félög mættu cflaust fylgja þessu f()idæmi. ÖG. 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.