Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 7
Undirbúningur gengur vel í Keílavík og Njarövík Tíðindamaður Skinfaxa brá sér til Keflavíkur og Njarðvíkur í byrjun júní til að líta á hvernig undirbúningur gengi fyrir Lands- mót UMFÍ í sumar. Ferðinni var fyrst heitið á skrifstofu Landsmótsnefndar í Stapa í Njarðvík. Þar voru Sigurbjörn Gunnarsson framkvæmdastjóri og Jón Halldórsson aðstoðar- tnaður hans í óða önn að útbúa gögn um landsmótið, sem átti að afhenda þátttakendum á fram- kvæmdastjóranámskeiði sem framundan var þar í Keflavík. Þetta var einn besti dagurinn það sem af var sumrinu, sólskin og hlýtt í lofti. Þeir félagar létu þau orð falla að þetta væri sýnis- horn af landsmótsveðrinu. Við ókum síðan um bæinn til að líta á þær framkvæmdir sem í gangi voru fyrir landsmótið. Á íþróttavellinum í Keflavík var vinnuflokkur að störfum við að leggja malbik á aðhlaupsbrautir. Þar var um að ræða aukafram- kvæmd sem ekki var á áætlun. Aðhlaupsbrautir voru steyptar á síðastliðnu ári og var hugmyndin að leggja gerviefni beint á steyp- una. Gerviefnið sem lagt verður á aðhlaupsbrautirnar er frá Ítalíu og var mættur ítalskur sérfræð- ingur á staðinn til að framkvæma verkið. Honum leist ekki á að leggja beint á steypuna svo drifið var í að leggja malbik undir gervi- efnið. Á íþróttavellinum voru Ingvar Friðriksson bæjarverkstjóri og Vilhjálmur Grímsson bæjar- tæknifræðingur að líta eftir fram- kvæmdum. Við gáfum okkur á tal við Vilhjálm og spurðum hann hvort framkvæmdir gengju sam- kvæmt áætlun. „Tímaáætlanir eru að vísu löngu komnar úr böndunum, en þetta verður allt tilbúið í tæka tíð,” sagði Vilhjálmur. Hann sagði að gerð hafi verið nákvæm tímaáætlun, sem miðuð hefði verið við að öllum frágangi væri lokið í júlíbyrjun. Ljóst væri hins vegar að vinna þyrfti við lokafrá- gang alveg fram á síðasta dag og vafalaust yrði að leggja nótt við dag síðustu sólarhringana fyrir mót. Mikið af undirbúningsvinn- unni við íþróttavöllin var unnin í fyrra. Þá var m.a. skipt um jarð- veg í hlaupabrautunum. Stórt svæði í kring um íþróttavöllinn hefur verið tekið í gegn og lagt á það gangstéttarhellur eða þökur. íþróttasvæði Keflavíkur er mjög glæsilegt orðið og ekki að sjá þegar litið er yfir það, að þar eigi eftir að vinna í fleiri vikur við frágang, en slíkur frágangur leyn- ir oftast á sér. í næsta nágrenni íþróttavallar- ins er íþrótahúsið og gagnfræða- skólinn, þar sem þjónustumið- stöð landsmótsins verður og starfsíþróttirnar. Þar er einnig barnaskólinn, en þar verður að- staða fyrir héraðssamböndin. Við íþróttavöllinn í Njarðvík var verið að vinna við vallarhús, þar sem vera á búningsaðstaða, böð og fundaraðstaða. Húsið var ekki orðið fokhelt þegar við vor- um þar á ferð, en það verður til- búið fyrir landsmót. Stórt svæði í kring um vallarhúsið og völlinn 7 Lnnj'ð vj'ö aö leggja malbik á aöhlaupsbrautir á íþróttavellinum í Keflavík. skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.