Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 12
sé að æfa þennan stíl þarf að hafa
þykka svampdýnu. Tilhlaupið er i
boga og notar stökkvarinn hrað-
ann og miðflóttaaflið til að lyfta
sér yfir rána. Gott er á fyrstu
æfingunum að nota teygju í stað-
inn fyrir rá.
Stílinn lærið þið á eftirfarandi
hátt: a) leggist á gólfið og farið í
brú. Sjá mynd. 5 b) farið í brú og
leysið stöðuna upp í L. Sjá mynd.
6 c) Standflopp þ.e. standið með
bakið í teygjuna, stökkva jafn-
fætis upp, sveigja bakið lítið eitt
aftur og spenna vel rassvöðva,
lyfta hnjám og fótum og lenda á
bakinu i L-legu á dýnunni. Mynd.
7 d) Flopp með uppstökki á öðr-
um fæti og stutt tilhaup. Standið
á ská móti ránni, stigið með
stökkfótinn fram og sveiflið
sveiflufætinum eftir uppstökkið í
átt að hægri öxlinni, farið í fettu-
legu og lendið. Mynd 8. Endur-
takið þessa æfingu með þrem og
Fimm skrefum. e) Flopp með
fullu tilhlaupi. Mælið ykkur til-
Y*' -N- • L.
Standflopp
0
haup. Sjá mynd. 9 Hlaupið með
vaxandi hraða að og hallið ykkur
vel í beygju og frá ránni og
stökkvið (mynd 10). Þar sem há-
stökkskeppnir eru oftast nær
nokkuð langar og þ.a.l. langt á
milli stökka, þurfið þið að passa
vel upp á að halda ykkur vel heit-
um. Byrjunarhæðina er gott að
velja um það bil 30 cm. undir há-
marksgetu.
ICöst
1. Kúluvcap:
Kúlu er varpað úr hring sem er
2,13 m í þvermál. Algengasta upp-
hafsstaðan í kúluvarpi er við aft-
ari kant hringsins og bakinu snú-
ið í kastátt. Sjá mynd 11-1. Þyngd
kastarans sem kastar með hægri
hendi hvílir á hægra fæti. Kúlan
liggur á fingurrótum og þið þrýst-
ið henni að hálsinum skáhalt
undir hökuna. Færið nú vinstri
fótinn að standfætinum, og ýtið
honum snöggt aftur og niður. Um
leið spyrnið þið kröftuglega frá
með standfætinum og rennið
ykkur innað miðju hringsins.
Vinstri fóturinn á þá að lenda ná-
lægt plankanum en hægri fótur-
inn snýr ca. 45 gráður inn að
miðju. Sjá mynd 5 í myndaröð.
Bolur kastarans er enn yfir hægri
12
SKINFAXI