Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 8
verður þökulagt fyrir mót, þann- ig að svæðið á eftir að taka mikl- um stakkaskiptum á næstu vik- um. Tjaldstæði keppenda eru þarna við íþróttavöllinn. Þau eru tæplega nógu vel gróin, en ef ekki rignir eldi og brennisteini allt mótið, verður það í lagi. Merkilega stutt er á milli íþróttasvæðanna, þó þau séu í sitt hvoru bæjarfélaginu. Tjaldstæð- in eru þar á milli og fárra mínútna gangur þaðan á íþróttavellina, sitt til hvorrar áttar. Rétt við íþróttahúsið í Njarðvík á að koma sundlaug, sem tekin verður upp eftir mót. Þetta verður sams konar Iaug og notaðar voru á landsmótunum á Laugarvatni 1965 og á Akranesi 1975. Ekki voru framkvæmdir hafnar við sundlaugina, þegar við vorum þarna á ferðinni, en heimamenn sögðu að verkið yrði unnið með áhlaupi síðustu vikurnar fyrir mót. íþróttahús eru bæði í Keflavík og Njarðvík, svo inniíþróttirnar ættu að komast vel fyrir. Gert er ráð fyrir að barnaskólar beggja bæjanna verði nýttir sem aðstaða fyrir héraðssamböndin. Auðséð er, að mikið kapp er lagt á að taka sem best á móti þeim sem leggja leið sína á Suður- nes á 18. Landsmót UMFÍ í sum- ar. Heimamenn greindu frá því að þeir sem selja málningu á svæð- inu væru þúnir að bjóða sérstak- an afslátt fram að landsmóti, enda mátti víða sjá fólk við að mála hús sín í góða veðrinu. Fegr- un bæjanna er einn liður i undir- búningi þeirra suðurfrá fyrir landsmótið. Að lokinni hringferðinni um landsmótssvæðið leit ég við á landsmótsskrifstofunni og fékk mér kaffisopa. Síðan kvaddi ég þá félaga Sigurbjörn og Jón sem þegar voru sestir aftur niður, nú til að undirbúa Landsmótsnefnd- arfund þá um kvöldið. IS Við íþróttavöllinn í Njarövík var veriö aö vinna aí fullum krafti viö uppsetningu vallarhússins. Félagsheimiliö Stapi í NJarövík. Þar veröur mötuneyti fyrir keppendur og starfsfólk. Þar veröa einnig dansleikir öll kvöldin meöan landsmótiö stendur. Jón Halldórsson og Sigurbjöm Gunnarsson tyrir utan skrifstofu Landsmóts- nefndar. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.