Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 17
UDN Haukur Snorrason, 32ja ára kenn- ari á Laugum í Dalasýslu hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og frjáls- íþróttaþjálfari UDN. Haukurerupp- alinn á Siglufirði, en fluttist til Reykjavíkur 1972. Hanner margfald- ur íslandsmeistari í skíðaíþróttum. Hann hefur verið skíðaþjálfari víða um land á undanförnum árum. Haukur flutti í Laugar s.l. haust. Ráðningartími hans er frá 1. júní og fram í ágúst. Skrifstofa fram- kvæmdastjóra er að Laugum. UMSE. Þuríður Árnadóttir, frá Ytri Bæg- >sá í Eyjafjarðarsýslu verður fram- kvæmdastjóri UMSE í sumar. Þuríð- ur er tvítug, varð stúdent frá M.A. nú 1 vor. Hún er félagi í Umf. Skriðu- hrepps og hefur starfað í íþrótta- nefnd félagsins. Hún hefur einnig starfað í íþróttanefnd sambandsins, en sú nefnd sér um framkvæmd móta. Hún hefur æft frjálsar íþróttir °g var keppandi á landsmótinu 1978. Ráðningartími Þuríðar er frá miðjum maí fram í miðjan september. HSS. Stefán Gíslason, skólastjóri í Broddanesskóla verður fram- kvæmdastjóri HSS í sumar. Stefán er 27 ára líffræðingur ættaður frá Gröf í Bitrufirði. Hann hefur verið for- maður Umf. Hnoðra frá stofnun 1979. Hann hefur einnig verið í stjórn HSS. Formaður laganefndar FRÍ var hann í eitt ár. Stefán er ráðinn í starfið í júní, júlí og ágúst. Hann hefur áður gengt þessu starfi. HSÞ Hjördís Finnbogadóttir frá Akur- eyri verður framkvæmdastjóri HSÞ í sumar. Hún er 28 ára, nemandi í fé- lagsfræði við Háskólann. Hjördís lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskól- anum 1977. Vann í þrjú ár hjá ASÍ. Ráðningartími Hjördísar er júní, júlí og ágúst. Auk hennar verða tveir frjálsíþróttaþjálfarar hjá samband- inu í sumar. Skrifstofa sambandsins er að Laugum í Reykjadal. USVH. Flemming Jessen skólastjóri á Hvammstanga verður framkvæmda- stjóri og þjálfari í frjálsum íþróttum og sundi í sumar. Hann hefur verið í þessu starfi undanfarin sumur. Ráðn- ingartími Flemmings er júní, júlí og ágúst. Skrifstofuaðstöðu hefur hann í Grunnskólanum á Hvammstanga. UNÞ Stefán Már Guðmundsson, 22ja ára húsasmiður úr Reykjavík hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og frjálsíþróttaþjálfri hjá UNÞ, frá byrj- un júní til 20. ágúst. Stefán Már var kennari í handmennt og íþróttum við Grunnskólann á Þórshöfn s.l. vetur. Hann er með tveggja ára nám á íþróttabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað mikið með skátum. Knattspyrnu hefur hann æft með Víkingi frá árinu 1973. Stefán Már verður með skrifstofu að Lundi í Axarfirði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.