Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1984, Page 13

Skinfaxi - 01.06.1984, Page 13
fæti, bakið vísar enn í kastátt og töluverður vindingur er á •íkamanum. Úr þessari stöðu rétt- ið þið kröftuglega úr hægra fæti, snúið ykkur fram í kastátt og varpið kúlunni frá ykkur. Fylgið kúlunni vel eftir með líkamanum, en varist að detta fram úr hringn- um. Gangið alltaf aftur úr hringnum að loknu kasti. 2. Spjótkast Börn og unglingar kasta spjóti sem er 600 gr. að þyngd. Mikil- vægt er að læra vel að kasta spjóti eftir hratt tilhlaup. Síðustu fimm skref tilhlaupsins eiga að hjálpa að undirbúa sem best útkastið. Þennan fimm skrefa takt þarf að æfa sérstaklega vel og lengi áður en þið lengið tilhaupið. 3. skref 4. skref útkast 1 umkast Síðustu fimm skrefin: sjá mynd nr. 12. (Hægri handar kast) Spjótinu er haldið í hægri hönd og til hliðar við höfuðið, fyrir of- an hægri öxl. 1. skref — vinstri fæti er stigið fram, spjótið fært lítið eitt fram og þið byrjið að halla ykkur lítið eitt aftur. 2. skref — hægra fæti er stigið fram, spjótið fært aftur um leið og rétt er úr hægri handlegg, bein lína myndast frá vinstri öxl til hægri handar og vindingur kem- ur á líkamann. 3. skref — vinstri fótur er færð- ur fram. 4. skref — stökkvið hratt fram á hægri fót, komið fyrst niður á hælinn og látið fótinn vísa örlít- ið út. Þið eigið að halla nú það mikið aftur að efri hluti líkamans sé langt fyri aftan hægri fót. Enn er kasthandleggnum (hægri) haldið beinum aftur. 5. skref — vinstri fótur kemur langt og snöggt fram, hællinn snertir fyrst jörðina og fóturinn vísar lítið eitt inn á við. Þannig hemla kastarar með vinstri fæti. Þegar þið réttið nú kröftuglega úr hægri fætinum snúast mjaðmirn- ar i kastátt og með efri hluta líkamans, öxlinni og kasthand- leggnum myndast sterk boga- spenna og kastarinn skýtur spjót- inu eldsnöggt fram. Eftir útkastið hoppið þið um á hægri fæti til að hindra að þið stigið fram fyrir kastbogann. Kastið er gilt ef odd- urinn stingst í jörð eða markar hana innan kastgeirans. Við áð- urnefnd fimm skref bætið þið fyrst við tvö til fjögur gönguskref en seinna hlaupaskref. Gangi ykkur vel. Helga. Sjóður Suðurnesjamanna SPARISJÓÐURINN Keflavík Sími 2800 Njarövík Sími 3800 Garöi Sími 7100 SKlNFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.