Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1984, Page 28

Skinfaxi - 01.06.1984, Page 28
Landsmótsspá — Landsmótsspá Einar Sveinn Áinason. Hugleiöingar um úrslit knattspyrnu keppninnar á Landsmóti UMFÍ Mér hefur verið falið það vafa- sama verkefni að spá í röð liða að lokinni keppni á landsmóti UMFÍ í sumar. Eins og öllum knatt- spyrnuáhugamönnum er ljóst þá getur allt gerst í knattspyrnunni. Ég slæ samt til, jafnvel þó ég næði ekki til völvunnar minnar, sem er upptekin sem stendur hjá þjóðhagsstofnun. Liðin sem taka þátt i landsmót- inu í sumar eru í öllum deildum íslandsmótsins. Má ætla að röð liðanna raðist nokkuð eftir því. TVö ungmennafélög hafa á að skipa leikmönnum úr 1. deild. Það eru lið UMSK og UMFK. Flestir leikmenn UMSK eru hlut- gengir á landsmóti i sumar, en ekki veit ég hvernig staðan er í þeim málum hjá Keflvíkingum. Ætla ég að þessi tvö lið komi til með að deila með sér efstu sætun- um í keppninni. Þrátt fyrir gott gengi Keflavíkurliðsins nú í upp- hafi íslandsmóts, þá er engin ástæða til annars (sem UMSK maður) en að vera hlutdrægur og setja liö UMSK í efsta sæti, en fyrir þá leikur hið skemmtilega lið UBK. UMFK mun hafna sam- kvæmt þvi í öðru sæti. Njarðvík- ingar (UMFN) hafa á að skipa frísku liði, sem á undanförnum árum hefur staðið sig vel í 2. deildinni. Heimaslóðar vellíðan ætti að gefa þeim þriðja sætið og með góðum vilja gætu þeir stolið fyrsta sætinu af nágrönnum sín- um úr Keflavík í úrslitaleik, ef svo ólíklega vildi til að þeir mundu vinna UMSK í riðlakeppninni. Að öllum líkindum verður það Iið Völsunga sem keppir fyrir hönd HSÞ. Þeir eiga góða möguleika á að blanda sér í baráttuna með fyrr greindum liðum, en í minni spá hafna þeir í fimmta sæti, þar spilar niðurröðun í riðla inn í, en þeir eru líklegir til alls. Frá UMSS mæta líklega liðsmenn Tinda- stóls, en þeir komu upp úr þriðju deildinni í fyrra og verða sam- kvæmt líkindalögmálinu í basli við að halda sínu í deildinni í sumar. Ætli fjórða sæti sé ekki líkleg útkoma í þeirra tilfelli. Hjálpar þar riðlaskipting liðinu. Um önnur lið get ég lítið tjáð mig, raða þeim niður eftir happa og glappa aðferðinni, sem sennilega er besta spádómsaðferðin. Vegna riðla niðurröðunar er hætta á stór ruglingi frá þessari spá minni, en þetta eru aðeins hugleiðingar um hugsanleg úrslit. Riðlaskiptingin er þannig: A-rið- ill, HSÞ, UMFN, UMSK og UÍÓ. B-riðill, UMFK, UMSE, UMSS og UMSB. Taflan yfir spá mína um niður- röðun liða að lokinni keppni á Landsmóti UMFÍ sumarið 1984 er þannig: 1. UMSK 5. HSÞ 2. UMFK 6. UMSB 3. UMFN 7. UÍÓ 4. UMSS 8. UMSE UMFG Á aðalfundi Umf. Grindavíkur 31. maí s.I. var Kristinn Benediktsson kosinn formaður félagsins. Kristinn er 35 ára, verkstjóri hjá Hópsnesi h.f. Kristinn er kvæntur Gunnhildi Gunnlaugsdóttur og eiga þau tvö börn. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.