Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 16
Skinfaxi kynnir
framkvœmdastjóra
héraðssambanda
Mörg héraðssambönd ráða íramkvœmdastjóra
yíir sumarmánuðina. Nú á Landsmótsári hafa
óvenju mörg sambönd ráðið sér starísmann. Hér í
opnunni er kynning á ÍO þeirra.
UMSB
Kolbrún Jónsdóttir 27 ára fóstra úr
Reykjavík hefur verið ráðin fram-
kvæmdastjóri UMSB í júní, júlí og
ágúst. Kolbrún var framkvæmda-
stjóri KKÍ í vetur. Hún hefur leikið
körfuknattleik með íþróttafélagi
stúdenta í mörg ár og þjálfað körfu-
knattleik hjá Haukum í Hafnarfirði.
Kolbrún er systir Þóris Jónssonar
formanns UMSB og er því fædd og
uppalin í Borgarfirði og öllum hnút-
um kunnug þar. Hún verður með
skrifstofu í Reykholti og stjórnar
starfinu þaðan.
USAH
Helgi Þór Helgason, 28 ára banka-
starfsmaður úr Reykjavik hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri USAH í
sumar. Hann verður sennilega einnig
nteð einhverja frjálsíþróttaþjálfun.
Helgi Þór er þekktur kastari. Hefur
æft og keppt í kastgreinum síðan
1979. Hann er nýkominn frá Austin í
Texas í Bandaríkjunum þar sem hann
var í þrjá og hálfan mánuð við æfing-
ar. Ráðningartími Helga er júní, júlí
og ágúst. Hann verður með skrif-
stofuaðstöðu í unglingaskólanum á
Blönduósi.
UMSS
Guðmundur Sigurðsson, 24 ára
íþróttakennari frá Ólafsfirði hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri og
frjálsíþróttaþjálfari UMSS. Hann út-
skrifaðist frá íþróttakennaraskólan-
um nú i vor. Guðmundur var einnig í
þessu starfi í fyrra. Guðmundur er
þekktur frjálsíþróttamaður og hefur
keppt fyrir UMSE fram að þessu, en
hefur nú skipt yfir og keppir fyrir
UMSS í sumar. Skrifstofa fram-
kvæmdastjóra verður í sundlaugar-
húsinu á Sauðárkróki.
uíó
Róbert Gunnarsson, Ólafsfirði.
Hann er 22ja ára og var að útskrifast
úr íþróttakennaraskóla íslands í vor.
Hann verður framkvæmdastjóri og
þjálfari UÍÓ og íþf. Leifturs í sumar,
en hans aðalstarf verður þjálfun.
Hann verður frjálsíþróttaþjálfari og
þjálfari hjá 5. og 6. flokki í knatt-
spyrnu hjá íþf. Leiftri. Þá verður
hann með leikjanámskeið fyrir börn
á daginn. Róbert var einnig í þessu
starfi í fyrrasumar. Róbert hefur
keppt mikið í skíðaíþróttum.