Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 14
Skákþáttur Margt má lœra af Spassky Jón L. Árnason Á afmælismóti Skáksambands íslands i febrúar tefla margir kunnir kappar en þeirra þekktast- ur er náttúrlega Boris Spassky. Einvígi aldarinnar í Laugardals- höllinni 1972 er öllum enn í fersku minni en þá missti Spassky heimsmeistaratitilinn í hendur of- urmenninu Fischer, sem litið hef- ur spurst til síðan. Spassky tefldi síðan hér á landi einvígi við Hort 1977 og síðast kom hann til Reykjavíkur haustið 1982 og háði felueinvígi við Friðrik á vegum tímaritsins Storðar. Hvarvetna þar sem tveir skák- menn hittast má búast við að um- ræðuefnið verði Fischer og þá hvað um hann hafi orðið síðan 1972. Spassky kemur sjaldan til tals, enda ekkert afbrigðilegt við athafnir hans svo vitað sé. Hann lifir rólegu fjölskyldulífi með franskri eiginkonu sinni í hennar heimalandi, teflir í einu og einu móti en er ósköp friðsæll. Því hafa jafnteflin orðið helst til mörg hjá honum. Hann kennir um óskaplegri leti sinni. Hins veg- ar segja mér fróðir menn að Spassky hafi síður en svo glatað skákáhuganum. Þeir sem á hann ráðast kynnast því, þá er tekið hraustlega á móti og í ljós kemur að rússneski björninn hefur engu gleymt þegar hann loks vaknar af dvalanum. Spassky náði heimsmeistara- titlinum af Tigran Petrosjan heitnum árið 1969 og þá stóð hann á hápunkti ferils síns. Marg- ir telja óumdeilanlegt að Spassky hafi verið besti skákmaður heims á árunum þar á undan og fram til 1970 er Fischer tók til máls. Fjölhæfni er kannski lykilorð- ið yfir styrk Spasskys á skákborð- inu. Hann teflir allar stöður vel og gildir einu hvort um þunga stöðubaráttu er að ræða eða flækjur og fórnir. Reyndar var sóknarkrafturinn einkennandi fyrir taflmennsku hans framan af, enda var þjálfari hans í mörg ár Alexander Tolush, kunnur og litríkur sovéskur „fórnarskák- maður“. Það er kannski letinni um að kenna, en oft er eins og Spassky sé ekkert að flýta sér þótt taflborðið standi í ljósum logum. Þótt hann hafi fórnað manni, eða jafnvel heilum hrók, getur hann teflt eins og ekkert hafi í skorist og aldrei sýnir hann svipbrigði. Af þessu má margt læra. Spassky er ekki einn þeirra sem telur mennina á borðinu, hann teflir taflið og reynir að láta menn sína vinna saman. Hér er gömul skák hans við Bronstein, tefld 1961, sem sýnir þetta vel. Hvítt: Boris Spassky Svart: David Bronstein Drottningarpeðsbyrjun. I.d4 Rf6 2. Rf3 g6 3.g3 Bg7 4.Bg2 0-0 5.0-0 d6 6.Rc3!? Sannarlega sjaldséður leikur en allrar athygli verður. Næst ætl- ar hann að leika e2-e4 og fá upp eins konar Pirc-vörn. Svartur lok- ar miðborðinu en þá hefur hann tapað leik. 6.-d5 7.Bg5 c6 8.Hel Re4 9.Rxe4 dxe4 10.Rd2 e3! Ein af mörgum skemmtilegum hugmyndum Bronsteins. Biskup- inn fellur ef hvítur leikur ll.fxe3 vegna f6 12.Bf4 e5. ll.Bxe3 Bxd4 12.Bxd4 Dxd4 13.c3 Dc5 Betra er að hörfa til heimabæj- arins með 13.-Dd8. Spassky nær nú að byggja upp sókn gegn svarta kónginum og notfærir sér þá að svartreita biskupinn er horfinn úr vörninni. 14.Re4 Db6 15.Dd2 Bf5 Hvítur hótaði 16.Dh6 og þá yrði stutt í Rg5 og mát á h7. 16. Rg5 Hd8? Svartur uggir ekki að sér — nú verður f7-reiturinn óþægilega berskjaldaður. 17. Df4! e5 Þvingað. Ef t.d. 17þ-Dxb2, þá 18. e4 Be6 19.Dh4 h5 20.Rxe6 fxe6 21.Dxe7 með yfirburðastöðu. 18.e4! Bc8 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.