Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1985, Page 15

Skinfaxi - 01.02.1985, Page 15
19. Rxf7! Kxf7 20.He3! Mun sterkara en 20.Bfl? c5 21.Bc4+ Be6 og svartur sleppur. Hrókurinn bætist í sóknina og þess er ekki langt að biða að hinir mennirnir komi líka. Takið vel eftir því. 20. -Kg8 Ef 20.-Dxb2 vinnur hvítur með 21. De7+ Kg8 22.Dxd8+ o.s.frv. 21. Bfl! Nú dugir ekki lengur 21.-c5, því svatur getur ekki borið fyrir á e6. Hann er ótrúlega bjargarlaus. 22. -Hd7 23.De8+ Kg7 24.Hf3 Dc5 25.Hdl! Síðasti maðurinn í sóknina! Hrókur svarts er nauðsynlegur varnarmaður en hvíti hrókurinn var ekki enn kominn í leikinn. Eftir uppskrift er eftirleikurinn auðveldur. 25.-h5 26.Hxd7+ Rxd7 27.Hf7 + Kh6 28.Dh8+ Kg5 29.h4 + — Og svartur gafst upp, enda mát í næsta leik. Hér er annað dæmi um fléttu- hæfileika heimsmeistarans fyrr- verandi. Þessi staða kom upp í skákinni Spassky (hvítt) — Tájmanov á Skákþingi Sovétríkj- anna 1955. Kemur þú auga á snjallasta framhald hvíts? Spassky vann skákina í nokkrum leikjum. Lausn á skákþraut: Spassky lék l.Rxb5! og eftir l.-axb5 2.Dh5x 3.Hxa8+ Bxa8 4.Hd8+! Kxd8 5.Dxf7 vann hann drottninguna og skákina skömmu síðar. Ekki gengur 2.-Rg6 vegna 3.Hxa8+ Bxa8 4.Rxg6 Df7 5.Dg4! og vinnur og ef 1.-Hc8, leikur hvítur 2.Dh5+ Df7 3.Hd8+ 4.Rxc7 og aftur fellur drottningin . Skiníaxastyttan í skák Á Landsmótinu s.l. sumar sigr- aði skáksveit U.M.S.K. í skák- keppninni en því miður voru hvorki Skinfaxastyttan né bikar sá sem sveitin átti að fá til staðar. Því var efnt til kaffisamsætis i húsa- kynnum U.M.S.K. 10. des. s.l. þar sem sveitinni var afhent styttan, og gerði það Pálmi Gíslason, for- maður U.M.F.Í. Því miður var bik- arinn ekki tiltækur en verður væntanlega afhentur sigurvegur- unum innan skamms. Skáksveit U.M.S.K. hefur unnið Skinfaxa- styttuna á Landsmóti 8 sinnum af þeim 12 sem um hana hefur verið keppt. U.Í.A. hefur unnið einu sinni, Bolvíkingar einu sinni og H.S.K. tvisvar. Skinfaxi óskar þeim U.M.S.K. mönnum til ham- ingju með þennan góða árangur. Sveit U.M.S.K. ískákáLandsmóti. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.