Skinfaxi - 01.02.1985, Side 16
UMSK-mótið í kccrate
Mótið var sett um kl. 13.45 með
því að gömlu keppinautarnir frá
Gerplu og Stjörnunni voru boðn-
ir velkomnir. Þá var nýstofnuð
karatedeild Breiðabliks boðin
sérstaklega velkomin á sitt fyrsta
mót.
Undanfarin ár hefur Stjarnan
verið sigursæl á UMSK-mótum,
sérstaklega í kumite. Keppt hefur
verið í liðum, tvö frá hverju félagi.
B-sveit Stjörnunnar hefur sigrað
tvö ár í röð og A-sveitin orðið í
öðru sæti. Gerpla hefur svo rekið
lestina.
Fyrsta árið unnu stúlkurnar í
Stjörnunni öll verðlaun í kata
kvenna. En í fyrra mættu Gerplu-
stúlkurnar tvíefldar til leiks og
unnu kvenna kata með glæsibrag
en Stjörnustúlkurnar urðu í öðru
og þriðja.
I kata unglinga hefur Gerpla
unnið allt þar til í ár. Fyrsta árið
sigruðu Gerplumenn kata karla.
Síðan hefur Stjarnan verið ósigr-
andi, en samt háð harða baráttu
um annað og þriðja sætið.
Svo við víkjum nú að UMSK-
mótinu ’84, þá var nýtt snið á því
móti. Áfram var keppt í kata ung-
Iinga, kvenna og karla. En í
kumite var bætt við einstaklings-
flokki til viðbótar við sveita-
keppnina. Auk þess var ákveðið
að veita stig fyrir unnar keppnir
og mundi stigahæsta félagið
hljóta veglegan bikar að launum.
Keppnin hófst með kata ung-
linga. Þar sigraði örugglega
Kristbjörn Búason, 10 ára. Flann
sýndi kata Gekisai dai ichi. Síðan
urðu jafnir að stigum þeir Jón H.
Steingrímsson og Friðrik D. Páls-
son. Þeir kepptu aftur þar sem sá
síðarnefndi fór með sigur af
hólmi. Þeir eru báðir úr Gerplu.
Næst var svo kata kvenna. Þar
sigraði Kristín Einarsdóttir,
Gerplu, í annað sinn, með kata
Bassaidai. Hún er án efa ein besta
stúlkan í kata á íslandi í dag.
Fanney Ásgeirsdóttir varð í öðru
sæti, þar sem hún rétt marði sigur
yfir Önnu Marie Stefánsdóttur,
báðar úr Stjörnunni.
I kata karla sigraði í annað sinn
Stefán Alfreðsson, Stjörnunni,
með kata Seienchin. Annað sætið
vermdi svo Grimur Pálsson,
Gerplu, en í þriðja varð Hannes
Hilmarsson, Stjörnunni. Þá hófst
liðakeppnin í kumite. Þrjár sveitir
voru mættar til leiks, ein frá
hverju félagi. Breiðablik var ekki
með fullt lið, sem átti eftir að
skipta miklu máli fyrir þá. Þeir
þurftu því að gefa eina keppni við
hin félögin.
Fyrst kepptu UMSK-meistar-
arnir úr Stjörnunni við Gerplu.
Hjalti tapaði fyrir Halldóri 1—2.
Gamla kempan Hannes gerði síð-
an jafnt á móti Kjell 3—3. Kjell
hefur stórbætt keppnistækni sína
og Hannes aldrei verið léttari á
sér. Gerplan var þvi einum sigri
yfir Stjörnunni. Ólafur þurfti því
að sigra Birgi til þess að Stjarnan
tapaði ekki titlinum. Það gerði
hann örugglega, byrjaði að skora
ippon með mawashi geri jodan.
Fyrir það fékk hann síðan krist-
16
SKINFAXI