Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 25
48,15 sek. sem er góður árangur. Bjarni Jónsson, Einar Gunn- arsson, Arnar Snorrason og fleiri ungir spretthlauparar geta orðið góðir ef þeir hafa áhuga á því sjálfir. Millivegalengdir (800—1500) Fátt markvert skeði í millivega- lengdum. Brynjúlfur var bestur í 800 m en Jón í 1500. Brynjúlfur er enn í framför en Jón er staðnaður að því er virðist. Einar Sigurðsson þokast upp á við en gróska er ekki nægileg í þessum greinum og er hér með skorað á millivegalengdahlaup- ara að taka sig á og vera þess minnugir að ekkert vinnst án blóðs, svita og tára. Langhlaup Breiddin jókst í langhlaupun- um þótt árangur sé slakur. Þeir félagar úr UMSB Jón og Ágúst voru bestir í 3000 og 5000 m. Ár- angur íslenskra langhlaupara hef- ur verið lélegur síðustu áratugi eða allt síðan Kristleifur Guð- björnsson var upp á sitt besta. Hann er raunar 5. á listanum s.l. Sigurjón Valmundsson. SKINFAXI Unnar Vilhjálmsson. sumar í 3000 m sem er eftirtektar- vert þar sem maðurinn er að verða fimmtugur. Er vonandi að einhverjir nýliðanna sem komu fram í sumar hafi metnað og getu til að rífa sig upp úr meðal- mennskunni. Grindahlaup Aðalsteinn Bernharðsson var bestur í báðum grindahlaupun- Jón B. Guömundsson. Köst Árangur í köstum cr góður, nema sleggju. Árangur Einars Vilhjálmssonar skipar honum á bekk með bestu spjótkösturum heims. Kornungir kastarar eru að koma fram í kjölfar frægðar hans. Má nefna: Björgvin Þor- steinsson H.S.H. Lúðvík Tómas- son H.S.K. og Lárus Gunnarsson 25 um og var árangur hans í 400 m góður. Þó á hann vafalítið eftir að gera enn betur. Ég mun fjalla um aðra grindahlaupara þegar eitt- hvað er til að tala um. Boðhlaup Árangurinn í boðhlaupunum var slakur, sérstaklega í 4x 100 m. Árangur UÍA og UMSE í 1000 m boðhlaupi var þokkalegur vegna 400 m hlaupara sem þeir tefldu fram. Til fróðleiks má benda á að 4x100 m boðhlaupssveit sem skiptir sæmilega, á að geta hlaup- ið á ca. 2 sek. betri tíma en sam- anlagður árangur hlauparanna i 100 m.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.