Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1985, Qupperneq 34

Skinfaxi - 01.02.1985, Qupperneq 34
Armann Pétursson Minning A Ég vil í örfáum orðum minnast vinar okkar hjóna, Ármanns Pét- urssonar aðalbókara, Eyvindar- holti, Bessastaðahreppi. Ég ætla því aðeins að minnast starfa hans fyrir ungmennafélagshreyfing- una. Ég fann það strax þegar Ár- mann kom til starfa í stjórn Ung- mennasambands Kjalarnesþings að þar var áhugasamur og traust- ur félagi. Ármann tók við for- mennsku af mér eftir nokkur ár, og gegndi henni síðan í þrjú ár með mikilli prýði. Hann tók einn- ig við af mér sem stjórnarmaður í Ungmennafélagi íslands, sem hann gegndi i 10 ár einnig með miklum sóma. Ármann var sannur ung- mennafélagi, sem öll störf hans að þeim málum sanna. Hann var forustumaður um stofnun Ung- mennafélags Bessastaðahrepps og fyrsti heiðursfélagi þess. Margt kemur upp í hugann þegar starfa þessa góða drengs skal minnst. Ég ætla þó aðeins að geta þáttar UMSK og þess mikla starfs sem sambandið vann með mikl- um sóma undir traustri forustu hans þegar við héldum landsmót- ið á Þingvöllum 1957, en Ung- mennafélag íslands var stofnað á Þingvöllum 1907 og því þótti til- hlýðilegt að halda sérstakt af- mælismót sambandsins þar þá. Landsmót UMFÍ höfðu þá í gegnum árin verið glæsilegustu samkomur íslenskrar æsku og hafa síðan ávallt aukið hróður sinn sem slík. Það er trú mín að fáir geri sér grein fyrir hvaða óhemju starf liggur að baki und- irbúnings þessara móta og að annast framkvæmd þeirra, en á þessum vettvangi hafa ung- mennafélagar um land allt sýnt hvers hreyfingin er megnug. Á stofnþingi UMFÍ 1907 var rætt um áskorun sem barst frá Ungmennafélagi Akureyrar, en það félag var stofnað 1905, um að „íþróttamót verði haldið fyrir ís- land“. Þannig var hugmyndin að landsmótunum þegar vakin. Fyrsta mótið var svo haldið á Akureyri 1909. 1911 var mótið haldið í Reykjavík og aftur í Reykjavík 1914. Síðan falla þessi mót niður allt til þess að hinn merki félagsmálafrömuður og af- reksmaður í íþróttum, Sigurður Greipsson að Haukadal vekur máls á því á þingi UMFÍ 1938 að endurvekja íþróttamót UMFÍ og það varð að veruleika, mest fyrir ötult starf hans, að mót er haldið i Haukadal 1940 og hafa þau síð- an verið haldin 14 sinnum. Um- fang þeirra hefur aukist stórum, sem er afrakstur mikils starfs ungmennafélaga um land allt. Það er mín skoðun að UMFÍ væri allt annað og máske ekki til ef mótin hefði ekki verið endurvak- in 1940. Ármann Pétursson var í undir- búningsnefnd mótsins á Þingvöll- um 1957 en aðstæður þar eru á margan hátt erfiðar til slíkra móta. Eftir á fullyrði ég að við gerðum okkur ekki að fullu grein fyrir því fyrirfram hvað við vær- um að ráðast í. Ármann var nokkrum sinnum í undirbúningsnefndum landsmót- anna og vísa ég frekar til umsagn- ar um mótið 1957 svo og önnur landsmót UMFÍ í hinni merku bók „Ræktun lands og lýðs“ sem gefin var út í tilefni 75 ára afmæl- is sambandsins 1983 undir stjórn Gunnars Kristjánssonar. Ármann Pétursson var ávallt reiðubúinn til að leggja fram sína krafta til eflingar ungmennafé- laganna. Ungur að aldri hreifst hann af hugsjón ungmennafélag- anna og var henni trúr alla tíð. Það hefur verið gæfa hreyfingar- innar að hafa átt á að skipa mörg- um ágætis hugsjónamönnum, körlum og konum, þeim eigum við mikið að þakka. í dag stendur UMFÍ traustum fótum til að vinna að „ræktun lands og lýðs“. Traustir áhuga- menn eru í forustu, studdir þús- 34 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.