Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1985, Síða 3

Skinfaxi - 01.06.1985, Síða 3
Slnnfaxi 3. tbl. - 76. árg. -1985 ÚtgefandL Ungmennaíélag Islands. • Ritstjóri: Guömundur Gíslason. • Stjórn U.M.F.Í. Pálmi Gíslason, íormaóur, Bergur Toríason, varalor- maöur, Jón G. Guöbjömsson, gjaldkeri, Bjöm Ágústsson, ritari, Guömundur H. Sigurósson, meö- stjórnandi, Póroddur Jóhannsson, meöstjórn- andi, Diörik Haraldsson, meöstjórnandi. • Aí- greiösla Skinfaxa: Skriístoía U.M.F.Í. Mjölnisholti 14. Reykjavík, sími 14317 • Setning, umbrot og filmugerö: Prentþjónustan hí. • Prentun: Prent- smiöjan Rún st. Meöal efniS: Bls. Golf á Eskiíirði ......... 4 Á seglbretti ............. 7 Bridge ...................ÍO Íþróttaíréttir írá HSK ................. 12 Hin hliðin............... 15 Útisamkomur ............. 16 Skákþáttur .............. 18 Spjallað við Helga Arngrímsson ....... 19 Vísnaþáttur.............. 24 Framkvœmdastjóra- námskeið .................25 Hvaða íugl er þarna? ... 26 Tóbaksvarnir .............30 Forsíöumynd: Hún er tekin upp við Rauðavatn og er aí einum mjög ílinkum á seglbretti eins og sjá má. Leiörétting í síðasta blaði féll niður helm- ingur af fyrirsögninni á leiðaran- um. En hún átti að vera þessi: Félagshyggja og einstaklings- hyggja eða „Nú get ég hyggja“. Beigur Toifason Námsstefna hvaö er nú Fyrstu dagana í júní var haldið námskeið eða námsstefna að Núpi í Dýrafirði fyrir starfsfólk héraðssambanda innan ung- mennafélagshreyfingarinnar. Námsstefnan fór fram eins og áformað var og þóttist takast vel. Þó þótti einn ljóður á henni það vantaði fólk frá ýmsum héraðssamþöndum, og sérstaklega úr þeim landshluta sem hún var haldin í. Nú er það svo að það hafa ekki öll héraðssambönd ráðið sér starfsfólk, og telja þá gjarnan að þau hafi því ekkert fólk að senda. En þetta er misskilningur, þessar námsstefnur eru ekki formlegur skóli þar sem einn er fræð- arinn og allir hinir nemendur. Nei hér hittist nýráðið starfsfólk og gamalreyndir í starfi og einn kennir öðrum, tekin eru fyrir þau verkefni sem héraðssamböndin ætla að vinna að á næstunni. Sum þessara verkefna eru skipulögð af landssamtökum okkar Ung- mennafélagi íslands og þarna eru þau kynnt og rætt um hvernig best sé að framkvæma þau. Önnur eins og sumarbúðir, íþrótta- mót og útihátíðir eru flest héraðssambönd með á stefnuskrá en misjafnlega reynslurík. Þau héraðssambönd sem engan fastráðinn starfsmann hafa eiga því jafnmikið erindi á þessar námsstefnur, og á hverju ári eru tekin upp ný verkefni sem þörf er á að kynna. Þá síðast en ekki síst kemur á hverju ári nýtt fólk til starfa hjá samböndunum. Nú heyrum við það stundum að óþarfi sé að hafa starfsmanna hjá héraðssamböndum, já jafnvel óþarfi sé að hafa héraðssamband, því félögin sjái um þjálfun og íþróttamót. Mér finnst helst hafa borið á þessu þar sem félög innan sambanda eru mjög misstór eða standa félagslega misjöfn að vígi, kannski eitt sem ber höfuð og herðar yfir hin. Þessi skoðun er hættuleg félags- skap okkar, við eigum að minnast þess að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Það er því hagur okkar allra að vinna saman og rétta þeim hönd sem hallari fæti stendur. Það gerum við t.d. með því að koma saman á námsstefnur sem þessar og fræðast af þeim sem reynsluna hafa eða miðla þeim sem óreyndari eru. Mörgum vaxa erfiðleikarnir í augum sem við blasa í félagslegu starfi, ekki sist í fámennum héruðum. En þeim hinum sömu mun það léttir og hvatning að finna að það eru fleiri sem eru að fást við sömu eða svipuð vandamál, og oft finnst þá líka lausn sem áður virtist ekki til. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.